Gæti orðið einn launahæsti varnarmaður heims fari hann á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 14:00 Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea og þýska landsliðsins, verður samningslaus í sumar. Fari svo að hann fari á frjálsri sölu frá félaginu gæti hann orðið einn af launahærri varnarmönnum heims. Hinn 28 ára gamli miðvörður hefur blómstrað síðan Thomas Tuchel tók við hjá Chelsea. Rüdiger hefur spilað nær alla leiki síðan landi hans tók við sem þjálfari félagsins og átti sinn þátt í að Chelsea varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Samningur hans er hins vegar að renna út og virðist ekki sem miðvörðurinn ætli að skrifa undir nýjan samning í Lundúnum. Hann ku horfa til höfuðborgar Spánar þar sem honum er lofað gulli og grænum skógum. Talið er að Real Madríd sé tilbúið að borga Rüdiger tæp 400 þúsund pund á viku ef hann gerist leikmaður liðsins. Það samsvarar 69 milljónum íslenskra króna. Antonio Rudiger is reportedly set to become one of football's highest-paid defenders, potentially earning up to £400,000 a week if he leaves Chelsea as a free agent next summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2021 Það virðist ætla að verða algengara og algengara að leikmenn af þessari stærðargráðu fari frítt milli liða en Real sótti David Alaba á sama hátt á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið í miðverði Real á þessari leiktíð og á Rüdiger eflaust að taka stöðuna við hlið hans í hjarta varnarinnar. Aðrir leikmenn sem fóru frítt síðasta sumar voru til að mynda Lionel Messi, Gianluigi Donnarumma, Gini Wijnaldum og Sergio Ramos. Rüdiger hefur spilað í Þýskalandi, Ítalíu og á Englandi til þessa. Svo virðist sem Spánn sé næsti viðkomustaður þessa öfluga miðvarðar. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli miðvörður hefur blómstrað síðan Thomas Tuchel tók við hjá Chelsea. Rüdiger hefur spilað nær alla leiki síðan landi hans tók við sem þjálfari félagsins og átti sinn þátt í að Chelsea varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Samningur hans er hins vegar að renna út og virðist ekki sem miðvörðurinn ætli að skrifa undir nýjan samning í Lundúnum. Hann ku horfa til höfuðborgar Spánar þar sem honum er lofað gulli og grænum skógum. Talið er að Real Madríd sé tilbúið að borga Rüdiger tæp 400 þúsund pund á viku ef hann gerist leikmaður liðsins. Það samsvarar 69 milljónum íslenskra króna. Antonio Rudiger is reportedly set to become one of football's highest-paid defenders, potentially earning up to £400,000 a week if he leaves Chelsea as a free agent next summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2021 Það virðist ætla að verða algengara og algengara að leikmenn af þessari stærðargráðu fari frítt milli liða en Real sótti David Alaba á sama hátt á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið í miðverði Real á þessari leiktíð og á Rüdiger eflaust að taka stöðuna við hlið hans í hjarta varnarinnar. Aðrir leikmenn sem fóru frítt síðasta sumar voru til að mynda Lionel Messi, Gianluigi Donnarumma, Gini Wijnaldum og Sergio Ramos. Rüdiger hefur spilað í Þýskalandi, Ítalíu og á Englandi til þessa. Svo virðist sem Spánn sé næsti viðkomustaður þessa öfluga miðvarðar.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira