Antlers: Óþægileg hamskipti í metamfetamínbæli Heiðar Sumarliðason skrifar 13. desember 2021 14:31 Plemons, Thomas og Russell í hlutverkum sínum. Hryllingsmyndin Antlers hefur nú loks ratað í kvikmyndahús eftir nokkrar Covid-tengdar seinkanir. Jesse Plemon og Keri Russell leika systkini sem aðstoða tólf ára dreng að leysa ansi snúið heimilis- og foreldravandamál. Leikstjóri myndarinnar, Scott Cooper, er þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við Out of the Furnace og Black Mass. Þó hann hafi ekki áður gert hreinræktaða hrollvekju, þá má segja að myndirnar hans séu ansi óþægilegar, grófar og harðar. Það er því eðlilegt að hrollvekjuformið heilli hann. Antlers ber það með sér að koma frá manni sem er ættaður úr annarri tegund kvikmynda, því hún virðist ekki alveg vita hvað hún er og má segja að í henni búi tvær ólíkar myndir. Sú fyrri er djarft og óþægilegt „indie“-drama, á meðan sú síðari er yfirgengileg hryllingsmynd. Þessa tvo hluta skortir því miður þá samvirkni sem þarf til að myndin gangi upp sem heilsteypt verk og virkar heildin þvinguð. Þetta er miður, því fyrri hlutinn er virkilega góður. Brotalamirnar birtast við miðpunkt myndarinnar og molnar hægt og rólega undan henni í kjölfarið. Það sem vinnur þó með henni er sterkur fyrri hluti, sem varð til þess að ég leyfði kjánahrollinum ekki að taka of mikið pláss eftir því sem sögunni vatt fram. Það var líkt og ég væri meðvirkur með því sambandi sem ég myndaði við söguna fyrir miðpunkt og ætlaði bara að líta framhjá öllum göllum og rauðum flöggum. Plemons vaxinn upp úr svona myndum Það kemur eilítið á óvart að sjá Jesse Plemons í þessari mynd, því þær kvikmyndir sem hann birtist í þessa dagana eru skörinni ofar en Antlers, en þegar Covid-seinkunin er tekin með í reikninginn þarf það ekki að koma á óvart. Tökur á Antlers kláruðust árið 2018, en það var á þeim tíma sem stjarna Plemons fór að skína skærar. Hann hefur að undanförnu sýnt frábæra frammistöðu í kvikmyndum á borð við I'm Thinking of Ending Things og The Power of the Dog, svo má ekki gleyma túlkun hans á Ed Blumquist, í annarri þáttaröð Fargo. Það var í raun þar sem Plemons komst inn á radarinn hjá mér og hef ég fylgst vel með ferli hans síðan. Hann stendur að sjálfsögðu fyrir sínu hér, án þess þó að hafa úr miklu að moða. Keri Russell er andlit sem ég tengi við unglingsár mín, en hún lék titilhlutverkið í Felicity, sem Stöð 2 sýndi á sínum tíma (nú er hægt að sjá allar þáttaraðirnar á Disney+). Hún náði einhvern veginn aldrei að fylgja því eftir og verða stjarna í kvikmyndaheiminum. Hún dúkkar þó alltaf öðru hvoru upp, lék m.a. aðalhlutverkið í The Americans, þáttunum vinsælu. Einnig birtist hún í The Rise of Skywalker. Sennilega hefur hún ekki nægilega mikinn styrk og fjölhæfni til að ná lengra. Hún spilar hér á sína fjögurra gata flautu og gerir það ágætlega. Stjörnur myndarinnar eru þó börnin. Jeremy T. Thomas, sem leikur þögla drenginn Lucas, er með eitthvert allra vorkunnsamasta andlit sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Það þarf ekki annað en að beina myndavélinni að honum og fólk fellir tár. Sawyer Jones leikur svo litla bróður hans, Aiden. Annað eins krútt hefur vart sést. Virkilega vel að verki staðið í hlutverkavali. Þetta andlit. Það er eilítið erfitt að átta sig á hvort Antlers sé mynd sem vert er að mæla með. Mér leiddist aldrei og var oft nokkuð spenntur, en þetta hjákátlega skrímslaplott í síðari hluta myndarinnar fellir hana. Fyrir hlé (ef það væru hlé) er hún grjóthörð fjögurra stjörnu hrollvekja, en vegna vankanta eftir hlé fær hún hins vegar aðeins þrjár. Niðurstaða: Mjög góður fyrri hluti er felldur af hjákátlegum seinni hluta. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við leikarann Bjartmar Þórðarson um Antlers í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á þáttinn. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar, Scott Cooper, er þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við Out of the Furnace og Black Mass. Þó hann hafi ekki áður gert hreinræktaða hrollvekju, þá má segja að myndirnar hans séu ansi óþægilegar, grófar og harðar. Það er því eðlilegt að hrollvekjuformið heilli hann. Antlers ber það með sér að koma frá manni sem er ættaður úr annarri tegund kvikmynda, því hún virðist ekki alveg vita hvað hún er og má segja að í henni búi tvær ólíkar myndir. Sú fyrri er djarft og óþægilegt „indie“-drama, á meðan sú síðari er yfirgengileg hryllingsmynd. Þessa tvo hluta skortir því miður þá samvirkni sem þarf til að myndin gangi upp sem heilsteypt verk og virkar heildin þvinguð. Þetta er miður, því fyrri hlutinn er virkilega góður. Brotalamirnar birtast við miðpunkt myndarinnar og molnar hægt og rólega undan henni í kjölfarið. Það sem vinnur þó með henni er sterkur fyrri hluti, sem varð til þess að ég leyfði kjánahrollinum ekki að taka of mikið pláss eftir því sem sögunni vatt fram. Það var líkt og ég væri meðvirkur með því sambandi sem ég myndaði við söguna fyrir miðpunkt og ætlaði bara að líta framhjá öllum göllum og rauðum flöggum. Plemons vaxinn upp úr svona myndum Það kemur eilítið á óvart að sjá Jesse Plemons í þessari mynd, því þær kvikmyndir sem hann birtist í þessa dagana eru skörinni ofar en Antlers, en þegar Covid-seinkunin er tekin með í reikninginn þarf það ekki að koma á óvart. Tökur á Antlers kláruðust árið 2018, en það var á þeim tíma sem stjarna Plemons fór að skína skærar. Hann hefur að undanförnu sýnt frábæra frammistöðu í kvikmyndum á borð við I'm Thinking of Ending Things og The Power of the Dog, svo má ekki gleyma túlkun hans á Ed Blumquist, í annarri þáttaröð Fargo. Það var í raun þar sem Plemons komst inn á radarinn hjá mér og hef ég fylgst vel með ferli hans síðan. Hann stendur að sjálfsögðu fyrir sínu hér, án þess þó að hafa úr miklu að moða. Keri Russell er andlit sem ég tengi við unglingsár mín, en hún lék titilhlutverkið í Felicity, sem Stöð 2 sýndi á sínum tíma (nú er hægt að sjá allar þáttaraðirnar á Disney+). Hún náði einhvern veginn aldrei að fylgja því eftir og verða stjarna í kvikmyndaheiminum. Hún dúkkar þó alltaf öðru hvoru upp, lék m.a. aðalhlutverkið í The Americans, þáttunum vinsælu. Einnig birtist hún í The Rise of Skywalker. Sennilega hefur hún ekki nægilega mikinn styrk og fjölhæfni til að ná lengra. Hún spilar hér á sína fjögurra gata flautu og gerir það ágætlega. Stjörnur myndarinnar eru þó börnin. Jeremy T. Thomas, sem leikur þögla drenginn Lucas, er með eitthvert allra vorkunnsamasta andlit sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Það þarf ekki annað en að beina myndavélinni að honum og fólk fellir tár. Sawyer Jones leikur svo litla bróður hans, Aiden. Annað eins krútt hefur vart sést. Virkilega vel að verki staðið í hlutverkavali. Þetta andlit. Það er eilítið erfitt að átta sig á hvort Antlers sé mynd sem vert er að mæla með. Mér leiddist aldrei og var oft nokkuð spenntur, en þetta hjákátlega skrímslaplott í síðari hluta myndarinnar fellir hana. Fyrir hlé (ef það væru hlé) er hún grjóthörð fjögurra stjörnu hrollvekja, en vegna vankanta eftir hlé fær hún hins vegar aðeins þrjár. Niðurstaða: Mjög góður fyrri hluti er felldur af hjákátlegum seinni hluta. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við leikarann Bjartmar Þórðarson um Antlers í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á þáttinn.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira