Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. desember 2021 22:14 Sebastian Alexandersson var ánægður með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap á móti KA. Vísir/Vilhelm „Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30. „Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“ Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
„Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“
Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti