Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 17:13 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segist vongóður að réttlætið sigri að lokum. Vísir/Egill Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“ WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“
WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00