Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 11:38 Til vinstri má sjá stöðuna á Jóhanni þegar hann var á sjúkrahúsinu. Til hægri má sjá Jóhann á góðum degi, út að borða á Blönduósi. Úr einkasafni Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan. Akureyri Háskólar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan.
Akureyri Háskólar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira