Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:30 Christen Harper, kærasta Jared Goff, var svo innilega ánægð fyrir hönd síns manns eftir fyrsta sigurinn og fólkið á Sports Illustrated tók viðbrögð hennar upp. Skjámynd/Sports Illustrated Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar. Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira