Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Bergsveinn Birgisson skrifar 8. desember 2021 15:43 Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. Höfundur er greinilega áhugasamur um fleira en peninga og hagfræði, og til marks um það er umrædd bók, þar sem höfundur fjallar um landnám Íslands og segist hann í niðurlagi bókar svo sannarlega vona «að framangreind umfjöllun af minni hendi verði upphaf að nýrri umræðu um landnám Íslands» (EHI, bls. 193). Doktor Ásgeir leggur því fram verk sitt sem alvörugefið fræðirit og skrifar að bókin hafi verið lengi í smíðum, og sé afrakstur margendurtekins lesturs á Landnámabók og tengdum heimildum. Til frekari staðfestingar á fræðilegu formi bókarinnar vísar höfundur til greina og rita í neðanmálsgreinum, þó láðst hafi að setja heimildaskrá aftast í bókina. Þá er ekki hægt að ráða í þær ýmsu tilgátur sem þar eru reifaðar öðruvísi en að þær séu byggðar á rannsóknum höfundar, þar sem slíkt er sett fram en ekki vísað til annarra fræðimanna. Um umfangsmikinn ritstuld að ræða Ásgeir óttast að það að nota Landnámabók sem heimild um «þróun landnáms á Íslandi» kunni að vekja gagnrýni (bls. 11). Ekki er hægt að skilja þá fullyrðingu á annan veg en að höfundi sé meira og minna ókunnugt um hin miklu og margþættu fræðiskrif um landnám Íslands útfrá Landnámabók, hvort sem menn vilji þar staðfesta eða hrekja þær fornu sagnir. Spurningin er því ekki hvort maður vísi til Landnámabókar í slíkri rannsókn, heldur hvernig, og einmitt sama spurning vaknaði þegar ég las þessa bók Ásgeirs, að það er ekki sama hvernig maður skrifar fræðilegan texta. Þar eru ákveðin vinnubrögð sem þarf að halda í heiðri, og ekki síst siðareglur hvað varðar verk annarra fræðimanna. Mér er málið skylt þar sem ég skrifaði bók sem fjallar um sama efni og heitir Den svarte vikingen (2013, Spartacus), og kom út þrem árum síðar í íslenskri gerð undir titlinum Leitin að svarta víkingnum (2016, Bjartur, hér eftir kölluð LSV). Svo ánægjulegt sem það annars er fyrir höfund að sjá tilgátur sínar og hugsanir reifaðar í bókum annarra, er það að sama skapi martröð að sjá aðra setja fram tilgátur manns án þess að umræddra verka sé getið. Því þótt tilgátur úr áðurnefndum verkum mínum endurómi víða í bók Ásgeirs, eru þau hvergi nefnd á nafn, hvorki norsk né íslensk gerð bókar, og það þótt höfundur geti ýmiskonar rita í neðanmálsgreinum. Þá er ekki heldur svo að Ásgeir geti nafns míns, hvorki neðanmáls né í aðaltexta, sem hefði þó getað talist höfundi til tekna. Hér er því um ritstuld að ræða, og það svo umfangsmikinn að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu. Tilgáta mín endurómar gegnum alla bók Ásgeirs Nánar tiltekið er um hugmyndastuld að ræða, fremur en beinar tilvitnanir, þó stundum stappi nærri. Ef byrjað er á breiðu línunum snýst þetta um að í áðurnefndu verki mínu (LSV) er sett fram heildartilgáta um frumlandnám Íslands útfrá landnámsmanninum Geirmundi heljarskinn. Fjölmargir fræðimenn, svo sem Helgi Guðmundsson, Helgi Þorláksson og Orri Vésteinsson höfðu varpað því fram að veiðar á rostungum hafi getað lokkað fyrstu ævintýramennina til Íslands, og er þessa getið í mínu riti. Hið nýja í mínu verki var að nota miðaldaheimildir, auk þess að leita til annarra fræðigreina, til stuðnings því sem ég birti og kalla efnahagsmódel veiðimenningar sem ég tel hafa einkennt frumlandnám Íslands, sem síðan hafi þróast út í meiri áherslu á landbúnað þegar veiði þvarr. Þessi veiðimenning hafi byggt á veiðum á rostungum og öðrum sjávarspendýrum, vegna þess að skipaútgerð þess tíma hafi algerlega verið háð slíku til reipa í skipsreiða og til verndar á trévirki í sjó. Er þessi heildartilgáta bókarinnar rökstudd gegnum allt verkið. Skemmst er frá því að segja að þessi tilgáta endurómar gegnum alla bók Ásgeirs, en ekki annað að sjá en hann hafi komist að þessari niðurstöðu af eigin rammleik. Á blaðsíðu 42 í EHI varpar höfundur fram þeirri tilgátu sinni, að Garðar Svavarsson hafi komið til Íslands með þræla sína til að veiða rostung fremur en að nema land. Síðan kemur löng endursögn á því hvernig strendur Íslands hafi verið kjörnar fyrir rostunga sem lifa á skeldýrum, húðir þessara dýra væru nýttar í skipsreiða og spikið hafi verið gulls ígildi. Þá telur Ásgeir að «fyrstu siglingar til Íslands [hafi] haft þetta sama tilefni». Óvænt «uppgötvun» Ásgeirs um rostunga Efast má um að þessi «tilgáta Ásgeirs» sé alfarið hans uppgötvun af því einu hvernig hann rökstyður mál sitt. Ekki er mér kunnugt um að beint sé sjónum að skeldýrum í samhengi við líf rostunga hér á landi fyrr en í LSV (bls. 267 o.áfr), og í því sama verki er sjónum einmitt beint frá hinum vanalega fókus fornleifafræðinga á bein eða tennur rostunga, og yfir í aðrar vörur sem af þessum dýrum mátti vinna, svo sem reipi í skipsreiða og lýsi sem unnið var úr spikinu. Til frekari rökstuðnings máli sínu skrifar Ásgeir: «Á þessum tíma lögðu menn á sig siglingu norður eftir allri strönd Noregs og inn Hvítahaf til Bjarmalands til að veiða rostunga» (bls. 42). Á bls. 85–157 í bók minni birti ég túlkun á fjölmörgum sögnum bæði í Landnámabók, fornaldarsögum og öðrum heimildum um ferðir norrænna manna til Bjarmalands, og varpa því fram hvort fótur sé fyrir sögnum um að menn komist þar yfir gull og gimsteina, á þann veg að um væri að ræða ferðir til að komast yfir áðurnefndar vörur – sem voru dýrmætar sem gull vegna mikilvægis fyrir skipaflota norænna manna. Engin sagnfræðileg heimild er til um það að menn sigli eftir «allri strönd Noregs» til Hvítahafsins til að veiða rostung. Til er ein sagnfræðileg heimild um norðmann í Norður-Noregi sem siglir austur til Hvítahafsins til að versla við Bjarma (Óttar), en það að sigla alla ströndina er einungis til í minni bók, og þá sem tilgátuferðalag föður Geirmundar, Hjörs konungs. Tekið er fram að um verslunarferðir væri í því tilviki að ræða, og ekki veiðiferðir, en er þetta eitt af mörgum dæmum þar sem farið er vitlaust með það sem stolið er. Tilgáta Ásgeirs er þannig byggð á frumrannsókn og rökum þess er ritaði LSV, sú rannsókn er bundin höfundarrétti, og sem sagt, hvergi nefnd. Skipt um nafn á barninu áður en stolið er Ásgeir heldur áfram með þessa tilgátu sem hann kallar «veiðiþræla-viðskiptalíkan», og það tengt áfram við Hrafna-Flóka og síðan Ingólf Arnarson sem skv. titli ætti að vera miðpunktur bókar. Síðan er vísað í Geirmund heljarskinn sem hafi tekið umrætt líkan «alla leið» (bls. 47). Hér má segja að skipt sé um nafn á barninu áður en stolið er, ég hafði kallað þetta veiðimenningar-efnahag eða módel og beint sjónum að þrælahaldi Geirmundar, en það breytir ekki því að seðlabankastjóri kemst að sömu niðurstöðu um bú Geirmundar á Hornströndum: «Öll þessi bú voru mönnuð af þrælum sem sinntu veiðum og vinnslu á rostungum og öðrum sjávarspendýrum» (bls. 48). Þessara búa Geirmundar á Hornströndum er sjálfsagt getið í Landnámabók, sem Ásgeiri er í mun að tjá hve marglesið hafi, en þar má þó sjá við nánari lestur að Geirmundur er kallaður bóndi með «of búfjár» og að þrælar hans hafi fengist við landbúnað, enda talar landnámuhöfundur um bú en ekki ver. Þessa túlkun á að Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum er hvergi til nema í áðurnefndri bók, Leitinni að Svarta víkingnum (bls. 265–284). Ásgeir kemst «óvænt» að sömu niðurstöðu Þessu næst (bls. 48-50) er í bók Ásgeirs rakin saga Ketils gufu Örlygssonar, mjög svo á sama hátt og ég gerði í minni bók (bls. 284–286). Það er sjálfsagt góðra gjalda vert að endursegja þessa sögu úr Landnámu og Egils sögu um Ketil, og öllum frjálst, en hvergi eru í norrænum heimildum nefndar veiðar eða rostungar sem ástæður hrakninga Ketils. Þá tilgátu setti ég hinsvegar fram í LSV, og reyndi þannig að fá merkingu í söguna sem sagnabrot frá endalokum veiðimenningarinnar. Það sætir kannski ekki undrum að Ásgeir kemst einmitt að þeirri sömu niðurstöðu eftir að hafa greint frá hrakningasögu Ketils gufu, hann skrifar: «Hins vegar þoldi rostungsstofninn illa mikla veiði. Sú ákvörðun Geirmundar heljarskinns að hætta rekstri þrælabúða á Hornströndum, til að veiða sjávarspendýr, sýnir án efa að stofninn var kominn nálægt útrýmingu og veiðar borguðu sig ekki lengur þar vestra. Ketill gufa og faðir hans virðast hafa ætlað að reyna að halda áfram með þetta viðskiptalíkan. Ketill gufa þvældist meðfram ströndum með þræla sína, væntanlega til að leita uppi síðustu rostungana en með rýrum árangri. Auk þess var hann hrakinn úr einum stað í annan … Þrælarnir í verbúðunum á Mýrum hafa væntanlega verið svo aðframkomnir af hungri að þeir neyddust til að stela sér til matar. Rán þeirra og manndráp markar lokin á upphafstímabili Íslandssögunnar, þegar landið var veiðistöð» (bls. 50). Í LSV stendur skrifað eftir að rakin hefur verið hrakningasaga Ketils gufu: «Sé tilgátan rétt hefur Ketill ekki verið meðal hinna fyrstu ævintýramanna sem fengu gnótt veiði á Suðurlandi. Hann kemst ekki yfir nógu mikið hráefni til að halda útgerðinni gangandi. Sögnin af strokuþrælunum gefur þetta til kynna: Ketill hefur ekki lengur efni á að halda eftirlitsmenn … Saga Ketils er vasabrotsútgáfa af sögu Geirmundarveldisins; rostungaveiðimaður sem notar írska þræla til að vinna hráefnið sem hann ætlar að selja gegnum viðskiptasambönd í vesturvegi. Það fer að hrikta í útgerð Ketils á síðustu áratugum 9. aldar. Það útilokar samt ekki þann möguleika að hann hafi stundað veiðar með góðum árangri fyrir þann tíma. Eins og við vitum fer helst sögum af því þegar vandræðin byrja; velgengni er ekki söguefni. Þá er meirihluti rostungsstofnsins í suðri annaðhvort styggður, flúinn eða uppveiddur og þetta á einnig við um Breiðafjörð» (bls. 285–286). Tilgáta sett fram í Leitinni að svarta víkingnum Áðurnefnt «veiðiþræla-viðskiptalíkan» sem Ásgeir setur þarna fram í eigin nafni, er síðan notað sem skýring á landnámi margra annarra, til dæmis Hjörleifs og Ingólfs: «Sú ákvörðun Ingólfs að slá eign sinni á allt Reykjanesið lýsir líklega því sama. Hann var að tryggja sér veiðilendur» (bls. 50). Mætti tala um þetta «líkan Ásgeirs» sem rauðan þráð gegnum bókina, sem ég reyndar fæ ekki séð að hangi saman á öðru en þessum eina þræði. Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku. Síðar verður Ásgeiri tíðrætt um sækonunga þá sem byggðu við Norðurveginn gamla, þ.e. meðfram ströndum Noregs. Reyndar hafði ég útlistað nokkuð hið sama í hlutanum, Bjarmaland, í bók minni, en Ásgeir skrifar um tiltekinn sækonung: «Mikilvægasti konungsgarðurinn var Ögvaldsnes á Rogalandi sem liggur við svokallað Körmtsund [sic], sem var eins konar suðurhlið Norðurvegarins. Þar bjó Hjör konungur og Ljúfvina, kona hans frá Bjarmalandi við Hvítahaf, en samband þeirra ber skýran vott um tengsl við norðurslóðir. Hjör og Ljúfvina voru foreldrar þeirra Geirmundar og Hámundar heljarskinns er gerðust síðar landnámsmenn hérlendis.» (bls. 67) Að Hjör konungur, faðir Geirmundar, hafi setið á Ögvaldsnesi er hvergi nefnt í fornum heimildum. Sú tilgáta var hinsvegar sett fram í LSV, nánar tiltekið á bls. 38–47. Þar byggði ég m.a. á eigin örnefnarannsókn þar sem ég bar saman örnefni á Körmt (af því leitt Karmtarsund eða Karmsund) og örnefni í landnámskjarna Geirmundar. Þar sem örnefni voru ekki til á rafrænu formi, tók þessi rannsókn ein og sér langan tíma. Í öðru lagi er í LSV reifuð sú tilgáta að Karmtarsundið hafi virkað sem mikilvægt hlið á syðri hluta Norðurvegarins, og stöðu Hjörs lýst mjög á sama veg og Ásgeir lýsir sínum sækonungum. Steininn tekur úr Þá er allmikill samhljómur í greinargerð Ásgeirs um þrælamarkað í Dyflinni við sams konar umfjöllun undirritaðs í LSV. Allmerkilegt er að mikið er vísað til írskra og breskra fræðimanna, sumpart þeirra sömu og vísað er til í DSV, án mikilla bæbrigða, ss. þar sem fjallað er um bandalag Ólafs hvíta við Áed Findlíath, sem ég taldi innsiglað gegnum hjónaband Ólafs við dóttur Áeds (bls. 181 í LSV og bls. 117 í EHI). Sama má segja um viðskipti Ólafs við aðra írska konunga sem ég rek í Írlandshluta minnar bókar. Þó tekur steininn úr í kaflanum «Tengslanet Ketils á Írlandshafi» í bók Ásgeirs (bls. 115-123). Í LSV er þetta sama tengslanet rakið og sett fram í töflum (bls. 169–184) ásamt með rækilegri umfjöllun um ástæður þessara tengsla varðandi völd yfir Írlandshafi á umræddu tímabili. Í LSV kemur fram að Eyvindur austmaður hafi mögulega verið skipasmiður, en einnig er vísað í ossíanskt þjóðkvæði þar sem talað er um stríðsmanninn Eyvind (Eibhinn) sem birtist sem nokkurs konar landvarnamaður, þ.e.a.s. að hann hafi haft «sama hlutverk og Göngu-Hrólfur og hans menn höfðu í Rúðuborg; hann varði fólk sitt gegn innrás víkinga» (LSV bls. 172). Þetta var þá reist á þeirri tilgátu að heimildin getur um að Eyvindur barðist við Clian, sem gæti verið skylt Cliath, þ.e. gamla írska nafninu á Dyflinni, Baile Átha Cliath. Eins og sjá má er þetta algerlega frjáls túlkun og tilgáta sett fram í LSV og hvergi annars staðar, og því ærið umhugsunarefni að Eyvindur sé í bók Ásgeirs að jafnaði kallaður «landvarnarmaður Kjarvals Írakonungs» og «landvarnamaður Cerballs konungs» (bls. 117) án þess að geta þess hvaðan sú hugmynd sé komin. Í norrænum heimildum er hún ekki til, í Hauksbók Landnámabókar kemur fram að Eyvindi «leiddisk hernaðr». Af tengslaneti Eyvindar austmanns Áfram heldur Ásgeir og segir að tengslanet Eyvindar austmanns, sem er partur af sama tengslaneti, sé «sérstaklega áhugavert». Það er fram sett sem frumrannsókn Ásgeirs, og að hans mati greinilega, býsna merkileg uppgötvun. Þetta tengslanet er fyrst sett fram og í visst sögulegt og efnahagslegt samhengi í LSV (bls. 169–184), en þó að þær ættrakningar séu úr norrænum heimildum komnar, kostar það vissa rannsóknarvinnu að sýna fram á ástæður þessara vensla milli fjölskyldna, m.a. til að tryggja yfirráð yfir Írlandshafi og öðrum siglingarleiðum, aðgengi að vörum og hráefni fyrir skipaútgerð o.s.f.r. Þar rek ég til dæmis tengsl Ketils flatnefs í Suðureyjum við Dyflinn, og að hann gifti dætur sínar greinilega í þeim tilgangi að vera tengdur norrænu valdablokkinni handan fjarðar (173–182). Eftir að hafa rakið það sama skrifar Ásgeir: «Af þessu að dæma virðist Ketill flatnefur hafa lagt höfuðáherslu á að tengjast verslunarstöðum eða landnámssvæðum norrænna manna á Írlandi» (bls. 122). Í LSV er getum að því leitt að veldi Eyvindar í Dyflinn fari hallandi uppúr dauða tengdaföðurins Kjarvals árið 888, og þetta notað sem skýring á því hvers vegna Helgi magri Eyvindarson og Hámundur heljarskinn koma svona seint út til Íslands, eða um 890, að þeir nutu ekki verndar afans lengur (LSV bls. 212–213). Hjá Ásgeiri má lesa: «Hafi staða Eyvindar austmanns verið sterk á Írlandshafi á ákveðnu tímabili gæti hafa sigið verulega á ógæfuhliðina hjá honum eftir að Kjarval eða Cerball, tengdafaðir hans, lést árið 888. Um það leyti kemst verulegt los á fólk Eyvindar» (bls. 123). Grátlega vitlaust farið með það sem stolið er Ekki þarf að taka fram að allt er sett fram sem frumrannsókn Ásgeirs Jónssonar. Hið grátlega í þessum plagíarisma er að jafnan er farið vitlaust með það sem stolið er. Ekki síst á þetta við í ofangreindu dæmi, þar sem hann setur Geirmund og Hámund heljarskinn í sama flokk, og að Geirmundur hafi átt að leita til Íslands «á eftir Birni austræna upp úr 888» (bls. 122–123). Þetta er til votts um brotakenndan stuld og þar af leiðandi merkingarlausan, því það sama «líkan» og Ásgeir sjálfur setur fram varðandi Geirmund heljarskinn er óhugsandi ef Geirmundur hefði komið svo seint út til Íslands, þegar landið var að mestu numið. Í LSV er einmitt sýnt fram á hvernig leiðir skilja milli Geirmundar og Hámundar löngu fyrr sökum fylgni við ólíkar valdablokkir í vesturvegi, og hvernig landnám Geirmundar í Breiðafirði á sér stað a.m.k. rúmum tveimur áratugum áður en Hámundur og Helgi magri halda til landnáms í Eyjafirði eftir að Kjarval fellur (bls. 212–213). Á bls. 146–147 rekur Ásgeir þá «stofnanaumgjörð» sem Geirmundur heljarskinn kom á fót hér á landi. Hann vísar í orð Landnámu um að hann hafi haft átta tigu manna, og segir um slíkt «þéttbýli»: «Raunar var þéttbýli aðeins mögulegt á Íslandi með því að nýta hinar ríkulegu sjávarauðlindir landsins, allt fram á tuttugustu öld. Flest bendir til að lífshættir Geirmundar hérlendis hafi verið byggðir á rostungsveiðum og þeir gátu í raun ekki gengið upp þegar þeim stofni hafði verið útrýmt. Hann gaf frá sér búin að lokum» (bls. 147). Athyglisvert er að geta þess, að slíka túlkun á lífshlaupi Geirmundar er hvergi að finna nema í LSV og nú, hjá téðum Ásgeiri. Eins og fram hefur komið kallast Geirmundur aldrei annað en «bóndi» með «of búfjár» í miðaldaheimildum. Þá er þetta vægast sagt undarleg túlkun á miðaldaheimildum, að Geirmundur hafi «gefið frá sér búin». Þar með hlýtur Ásgeir að eiga við landnám hans á Hornströndum. Hið rétta er að Geirmundur fellur frá, og eftir að hann er fallinn er landnám hans á Hornströndum gert að almenningum. Eins og rakið er í LSV hlýtur slíkt að stafa frá þingsbundinni ályktunum valdamanna eftir dag Geirmundar. Þetta er ívitnað til að sýna að hér er ekki aðeins farið rangt með það sem stolið er, heldur einnig það sem í miðaldaheimildum stendur. Allt í undarlega samræmdum anda við ónefndar áðurframkomnar túlkanir Um gervalla bókina eru, þrátt fyrir að Leitin að svarta víkingnum eða Den svarte vikingen séu hvergi á nafn nefndar, litlar opinberanir sem sýna hvaða bók «höfundur» hefur haft á borði sínu við sinn «lestur» á Landnámabók. Mætti hér sem dæmi nefna hvað Ásgeir skrifar um Hámund heljarskinn: «Hann fékk Örn, frænda sinn, til sín en hann hafði numið Arnarfjörð á Vestfjörðum … Örn … kom til Eyjafjarðar til að vinna með frænda sínum að héraðsskipan» (bls. 148). Hvergi kemur fram í Landnámabók né öðrum miðaldaheimildum að Örn sé frændi Hámundar eða Geirmundar heljarskinns. Þetta setti ég fram sem tilgátu í LSV (bls. 135, upprunalega frá 2013), og í annarri bók sem byggð var á þeirri rannsókn og heitir Geirmundar saga heljarskinns (2015, Bjartur). Það gerði ég sökum þess að Örn velur að flýja undar Geirmundi og á náðir Hámundar, og því gat ég mér til um þessa frændsemi. Áfram halda svo «túlkanir Ásgeirs» á ýmsum sagnabrotum fornum sem ég hafði týnt til í LSV og notað til að rökstyðja mínar tilgátur, og er það allt í undarlega samræmdum anda við mínar túlkanir. Nefna mætti Önund Tréfót (bls. 123–124EHI/bls. 287–289) og klausu úr Egils sögu um svokölluð Hvalsker, og þegar skjóta mátti dýr sem vildi (bls. 149EHI/bls. 203 LSV), og þannig mætti áfram telja. Ég læt þó staðar numið hér, þar sem áðurnefnd dæmi ættu að veita nægilega innsýn í vinnubrögðin í bók Ásgeirs Jónssonar. *** Að saka einhvern um ritstuld er alvarlegt mál. Það gerir enginn að gamni sínu. En ritstuldur sá sem ég tel Ásgeir Jónsson vera sekan um í þessu tilfelli er að sama skapi grafalvarlegt mál. Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra. Og ekki get ég að því gert, að mér sýnist í þessu dæmi speglast margt í þeirri «hagfræði» sem reið húsum hér í upphafi aldar, nefnilega það að vissir útvaldir hafi fullan rétt á að eigna sér það sem aðrir hafa lagt hart að sér við að búa til. Ef leyfa á þeirri hugmyndafræði að leggja undir sig vísindi og listir, er vissulega um endalok húmanismans að ræða, og, við nánari íhugun, endalok allra vísinda og lista. Hef ég því lagt málið fyrir Siðanefnd Háskóla Íslands og Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. Höfundur er greinilega áhugasamur um fleira en peninga og hagfræði, og til marks um það er umrædd bók, þar sem höfundur fjallar um landnám Íslands og segist hann í niðurlagi bókar svo sannarlega vona «að framangreind umfjöllun af minni hendi verði upphaf að nýrri umræðu um landnám Íslands» (EHI, bls. 193). Doktor Ásgeir leggur því fram verk sitt sem alvörugefið fræðirit og skrifar að bókin hafi verið lengi í smíðum, og sé afrakstur margendurtekins lesturs á Landnámabók og tengdum heimildum. Til frekari staðfestingar á fræðilegu formi bókarinnar vísar höfundur til greina og rita í neðanmálsgreinum, þó láðst hafi að setja heimildaskrá aftast í bókina. Þá er ekki hægt að ráða í þær ýmsu tilgátur sem þar eru reifaðar öðruvísi en að þær séu byggðar á rannsóknum höfundar, þar sem slíkt er sett fram en ekki vísað til annarra fræðimanna. Um umfangsmikinn ritstuld að ræða Ásgeir óttast að það að nota Landnámabók sem heimild um «þróun landnáms á Íslandi» kunni að vekja gagnrýni (bls. 11). Ekki er hægt að skilja þá fullyrðingu á annan veg en að höfundi sé meira og minna ókunnugt um hin miklu og margþættu fræðiskrif um landnám Íslands útfrá Landnámabók, hvort sem menn vilji þar staðfesta eða hrekja þær fornu sagnir. Spurningin er því ekki hvort maður vísi til Landnámabókar í slíkri rannsókn, heldur hvernig, og einmitt sama spurning vaknaði þegar ég las þessa bók Ásgeirs, að það er ekki sama hvernig maður skrifar fræðilegan texta. Þar eru ákveðin vinnubrögð sem þarf að halda í heiðri, og ekki síst siðareglur hvað varðar verk annarra fræðimanna. Mér er málið skylt þar sem ég skrifaði bók sem fjallar um sama efni og heitir Den svarte vikingen (2013, Spartacus), og kom út þrem árum síðar í íslenskri gerð undir titlinum Leitin að svarta víkingnum (2016, Bjartur, hér eftir kölluð LSV). Svo ánægjulegt sem það annars er fyrir höfund að sjá tilgátur sínar og hugsanir reifaðar í bókum annarra, er það að sama skapi martröð að sjá aðra setja fram tilgátur manns án þess að umræddra verka sé getið. Því þótt tilgátur úr áðurnefndum verkum mínum endurómi víða í bók Ásgeirs, eru þau hvergi nefnd á nafn, hvorki norsk né íslensk gerð bókar, og það þótt höfundur geti ýmiskonar rita í neðanmálsgreinum. Þá er ekki heldur svo að Ásgeir geti nafns míns, hvorki neðanmáls né í aðaltexta, sem hefði þó getað talist höfundi til tekna. Hér er því um ritstuld að ræða, og það svo umfangsmikinn að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu. Tilgáta mín endurómar gegnum alla bók Ásgeirs Nánar tiltekið er um hugmyndastuld að ræða, fremur en beinar tilvitnanir, þó stundum stappi nærri. Ef byrjað er á breiðu línunum snýst þetta um að í áðurnefndu verki mínu (LSV) er sett fram heildartilgáta um frumlandnám Íslands útfrá landnámsmanninum Geirmundi heljarskinn. Fjölmargir fræðimenn, svo sem Helgi Guðmundsson, Helgi Þorláksson og Orri Vésteinsson höfðu varpað því fram að veiðar á rostungum hafi getað lokkað fyrstu ævintýramennina til Íslands, og er þessa getið í mínu riti. Hið nýja í mínu verki var að nota miðaldaheimildir, auk þess að leita til annarra fræðigreina, til stuðnings því sem ég birti og kalla efnahagsmódel veiðimenningar sem ég tel hafa einkennt frumlandnám Íslands, sem síðan hafi þróast út í meiri áherslu á landbúnað þegar veiði þvarr. Þessi veiðimenning hafi byggt á veiðum á rostungum og öðrum sjávarspendýrum, vegna þess að skipaútgerð þess tíma hafi algerlega verið háð slíku til reipa í skipsreiða og til verndar á trévirki í sjó. Er þessi heildartilgáta bókarinnar rökstudd gegnum allt verkið. Skemmst er frá því að segja að þessi tilgáta endurómar gegnum alla bók Ásgeirs, en ekki annað að sjá en hann hafi komist að þessari niðurstöðu af eigin rammleik. Á blaðsíðu 42 í EHI varpar höfundur fram þeirri tilgátu sinni, að Garðar Svavarsson hafi komið til Íslands með þræla sína til að veiða rostung fremur en að nema land. Síðan kemur löng endursögn á því hvernig strendur Íslands hafi verið kjörnar fyrir rostunga sem lifa á skeldýrum, húðir þessara dýra væru nýttar í skipsreiða og spikið hafi verið gulls ígildi. Þá telur Ásgeir að «fyrstu siglingar til Íslands [hafi] haft þetta sama tilefni». Óvænt «uppgötvun» Ásgeirs um rostunga Efast má um að þessi «tilgáta Ásgeirs» sé alfarið hans uppgötvun af því einu hvernig hann rökstyður mál sitt. Ekki er mér kunnugt um að beint sé sjónum að skeldýrum í samhengi við líf rostunga hér á landi fyrr en í LSV (bls. 267 o.áfr), og í því sama verki er sjónum einmitt beint frá hinum vanalega fókus fornleifafræðinga á bein eða tennur rostunga, og yfir í aðrar vörur sem af þessum dýrum mátti vinna, svo sem reipi í skipsreiða og lýsi sem unnið var úr spikinu. Til frekari rökstuðnings máli sínu skrifar Ásgeir: «Á þessum tíma lögðu menn á sig siglingu norður eftir allri strönd Noregs og inn Hvítahaf til Bjarmalands til að veiða rostunga» (bls. 42). Á bls. 85–157 í bók minni birti ég túlkun á fjölmörgum sögnum bæði í Landnámabók, fornaldarsögum og öðrum heimildum um ferðir norrænna manna til Bjarmalands, og varpa því fram hvort fótur sé fyrir sögnum um að menn komist þar yfir gull og gimsteina, á þann veg að um væri að ræða ferðir til að komast yfir áðurnefndar vörur – sem voru dýrmætar sem gull vegna mikilvægis fyrir skipaflota norænna manna. Engin sagnfræðileg heimild er til um það að menn sigli eftir «allri strönd Noregs» til Hvítahafsins til að veiða rostung. Til er ein sagnfræðileg heimild um norðmann í Norður-Noregi sem siglir austur til Hvítahafsins til að versla við Bjarma (Óttar), en það að sigla alla ströndina er einungis til í minni bók, og þá sem tilgátuferðalag föður Geirmundar, Hjörs konungs. Tekið er fram að um verslunarferðir væri í því tilviki að ræða, og ekki veiðiferðir, en er þetta eitt af mörgum dæmum þar sem farið er vitlaust með það sem stolið er. Tilgáta Ásgeirs er þannig byggð á frumrannsókn og rökum þess er ritaði LSV, sú rannsókn er bundin höfundarrétti, og sem sagt, hvergi nefnd. Skipt um nafn á barninu áður en stolið er Ásgeir heldur áfram með þessa tilgátu sem hann kallar «veiðiþræla-viðskiptalíkan», og það tengt áfram við Hrafna-Flóka og síðan Ingólf Arnarson sem skv. titli ætti að vera miðpunktur bókar. Síðan er vísað í Geirmund heljarskinn sem hafi tekið umrætt líkan «alla leið» (bls. 47). Hér má segja að skipt sé um nafn á barninu áður en stolið er, ég hafði kallað þetta veiðimenningar-efnahag eða módel og beint sjónum að þrælahaldi Geirmundar, en það breytir ekki því að seðlabankastjóri kemst að sömu niðurstöðu um bú Geirmundar á Hornströndum: «Öll þessi bú voru mönnuð af þrælum sem sinntu veiðum og vinnslu á rostungum og öðrum sjávarspendýrum» (bls. 48). Þessara búa Geirmundar á Hornströndum er sjálfsagt getið í Landnámabók, sem Ásgeiri er í mun að tjá hve marglesið hafi, en þar má þó sjá við nánari lestur að Geirmundur er kallaður bóndi með «of búfjár» og að þrælar hans hafi fengist við landbúnað, enda talar landnámuhöfundur um bú en ekki ver. Þessa túlkun á að Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum er hvergi til nema í áðurnefndri bók, Leitinni að Svarta víkingnum (bls. 265–284). Ásgeir kemst «óvænt» að sömu niðurstöðu Þessu næst (bls. 48-50) er í bók Ásgeirs rakin saga Ketils gufu Örlygssonar, mjög svo á sama hátt og ég gerði í minni bók (bls. 284–286). Það er sjálfsagt góðra gjalda vert að endursegja þessa sögu úr Landnámu og Egils sögu um Ketil, og öllum frjálst, en hvergi eru í norrænum heimildum nefndar veiðar eða rostungar sem ástæður hrakninga Ketils. Þá tilgátu setti ég hinsvegar fram í LSV, og reyndi þannig að fá merkingu í söguna sem sagnabrot frá endalokum veiðimenningarinnar. Það sætir kannski ekki undrum að Ásgeir kemst einmitt að þeirri sömu niðurstöðu eftir að hafa greint frá hrakningasögu Ketils gufu, hann skrifar: «Hins vegar þoldi rostungsstofninn illa mikla veiði. Sú ákvörðun Geirmundar heljarskinns að hætta rekstri þrælabúða á Hornströndum, til að veiða sjávarspendýr, sýnir án efa að stofninn var kominn nálægt útrýmingu og veiðar borguðu sig ekki lengur þar vestra. Ketill gufa og faðir hans virðast hafa ætlað að reyna að halda áfram með þetta viðskiptalíkan. Ketill gufa þvældist meðfram ströndum með þræla sína, væntanlega til að leita uppi síðustu rostungana en með rýrum árangri. Auk þess var hann hrakinn úr einum stað í annan … Þrælarnir í verbúðunum á Mýrum hafa væntanlega verið svo aðframkomnir af hungri að þeir neyddust til að stela sér til matar. Rán þeirra og manndráp markar lokin á upphafstímabili Íslandssögunnar, þegar landið var veiðistöð» (bls. 50). Í LSV stendur skrifað eftir að rakin hefur verið hrakningasaga Ketils gufu: «Sé tilgátan rétt hefur Ketill ekki verið meðal hinna fyrstu ævintýramanna sem fengu gnótt veiði á Suðurlandi. Hann kemst ekki yfir nógu mikið hráefni til að halda útgerðinni gangandi. Sögnin af strokuþrælunum gefur þetta til kynna: Ketill hefur ekki lengur efni á að halda eftirlitsmenn … Saga Ketils er vasabrotsútgáfa af sögu Geirmundarveldisins; rostungaveiðimaður sem notar írska þræla til að vinna hráefnið sem hann ætlar að selja gegnum viðskiptasambönd í vesturvegi. Það fer að hrikta í útgerð Ketils á síðustu áratugum 9. aldar. Það útilokar samt ekki þann möguleika að hann hafi stundað veiðar með góðum árangri fyrir þann tíma. Eins og við vitum fer helst sögum af því þegar vandræðin byrja; velgengni er ekki söguefni. Þá er meirihluti rostungsstofnsins í suðri annaðhvort styggður, flúinn eða uppveiddur og þetta á einnig við um Breiðafjörð» (bls. 285–286). Tilgáta sett fram í Leitinni að svarta víkingnum Áðurnefnt «veiðiþræla-viðskiptalíkan» sem Ásgeir setur þarna fram í eigin nafni, er síðan notað sem skýring á landnámi margra annarra, til dæmis Hjörleifs og Ingólfs: «Sú ákvörðun Ingólfs að slá eign sinni á allt Reykjanesið lýsir líklega því sama. Hann var að tryggja sér veiðilendur» (bls. 50). Mætti tala um þetta «líkan Ásgeirs» sem rauðan þráð gegnum bókina, sem ég reyndar fæ ekki séð að hangi saman á öðru en þessum eina þræði. Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku. Síðar verður Ásgeiri tíðrætt um sækonunga þá sem byggðu við Norðurveginn gamla, þ.e. meðfram ströndum Noregs. Reyndar hafði ég útlistað nokkuð hið sama í hlutanum, Bjarmaland, í bók minni, en Ásgeir skrifar um tiltekinn sækonung: «Mikilvægasti konungsgarðurinn var Ögvaldsnes á Rogalandi sem liggur við svokallað Körmtsund [sic], sem var eins konar suðurhlið Norðurvegarins. Þar bjó Hjör konungur og Ljúfvina, kona hans frá Bjarmalandi við Hvítahaf, en samband þeirra ber skýran vott um tengsl við norðurslóðir. Hjör og Ljúfvina voru foreldrar þeirra Geirmundar og Hámundar heljarskinns er gerðust síðar landnámsmenn hérlendis.» (bls. 67) Að Hjör konungur, faðir Geirmundar, hafi setið á Ögvaldsnesi er hvergi nefnt í fornum heimildum. Sú tilgáta var hinsvegar sett fram í LSV, nánar tiltekið á bls. 38–47. Þar byggði ég m.a. á eigin örnefnarannsókn þar sem ég bar saman örnefni á Körmt (af því leitt Karmtarsund eða Karmsund) og örnefni í landnámskjarna Geirmundar. Þar sem örnefni voru ekki til á rafrænu formi, tók þessi rannsókn ein og sér langan tíma. Í öðru lagi er í LSV reifuð sú tilgáta að Karmtarsundið hafi virkað sem mikilvægt hlið á syðri hluta Norðurvegarins, og stöðu Hjörs lýst mjög á sama veg og Ásgeir lýsir sínum sækonungum. Steininn tekur úr Þá er allmikill samhljómur í greinargerð Ásgeirs um þrælamarkað í Dyflinni við sams konar umfjöllun undirritaðs í LSV. Allmerkilegt er að mikið er vísað til írskra og breskra fræðimanna, sumpart þeirra sömu og vísað er til í DSV, án mikilla bæbrigða, ss. þar sem fjallað er um bandalag Ólafs hvíta við Áed Findlíath, sem ég taldi innsiglað gegnum hjónaband Ólafs við dóttur Áeds (bls. 181 í LSV og bls. 117 í EHI). Sama má segja um viðskipti Ólafs við aðra írska konunga sem ég rek í Írlandshluta minnar bókar. Þó tekur steininn úr í kaflanum «Tengslanet Ketils á Írlandshafi» í bók Ásgeirs (bls. 115-123). Í LSV er þetta sama tengslanet rakið og sett fram í töflum (bls. 169–184) ásamt með rækilegri umfjöllun um ástæður þessara tengsla varðandi völd yfir Írlandshafi á umræddu tímabili. Í LSV kemur fram að Eyvindur austmaður hafi mögulega verið skipasmiður, en einnig er vísað í ossíanskt þjóðkvæði þar sem talað er um stríðsmanninn Eyvind (Eibhinn) sem birtist sem nokkurs konar landvarnamaður, þ.e.a.s. að hann hafi haft «sama hlutverk og Göngu-Hrólfur og hans menn höfðu í Rúðuborg; hann varði fólk sitt gegn innrás víkinga» (LSV bls. 172). Þetta var þá reist á þeirri tilgátu að heimildin getur um að Eyvindur barðist við Clian, sem gæti verið skylt Cliath, þ.e. gamla írska nafninu á Dyflinni, Baile Átha Cliath. Eins og sjá má er þetta algerlega frjáls túlkun og tilgáta sett fram í LSV og hvergi annars staðar, og því ærið umhugsunarefni að Eyvindur sé í bók Ásgeirs að jafnaði kallaður «landvarnarmaður Kjarvals Írakonungs» og «landvarnamaður Cerballs konungs» (bls. 117) án þess að geta þess hvaðan sú hugmynd sé komin. Í norrænum heimildum er hún ekki til, í Hauksbók Landnámabókar kemur fram að Eyvindi «leiddisk hernaðr». Af tengslaneti Eyvindar austmanns Áfram heldur Ásgeir og segir að tengslanet Eyvindar austmanns, sem er partur af sama tengslaneti, sé «sérstaklega áhugavert». Það er fram sett sem frumrannsókn Ásgeirs, og að hans mati greinilega, býsna merkileg uppgötvun. Þetta tengslanet er fyrst sett fram og í visst sögulegt og efnahagslegt samhengi í LSV (bls. 169–184), en þó að þær ættrakningar séu úr norrænum heimildum komnar, kostar það vissa rannsóknarvinnu að sýna fram á ástæður þessara vensla milli fjölskyldna, m.a. til að tryggja yfirráð yfir Írlandshafi og öðrum siglingarleiðum, aðgengi að vörum og hráefni fyrir skipaútgerð o.s.f.r. Þar rek ég til dæmis tengsl Ketils flatnefs í Suðureyjum við Dyflinn, og að hann gifti dætur sínar greinilega í þeim tilgangi að vera tengdur norrænu valdablokkinni handan fjarðar (173–182). Eftir að hafa rakið það sama skrifar Ásgeir: «Af þessu að dæma virðist Ketill flatnefur hafa lagt höfuðáherslu á að tengjast verslunarstöðum eða landnámssvæðum norrænna manna á Írlandi» (bls. 122). Í LSV er getum að því leitt að veldi Eyvindar í Dyflinn fari hallandi uppúr dauða tengdaföðurins Kjarvals árið 888, og þetta notað sem skýring á því hvers vegna Helgi magri Eyvindarson og Hámundur heljarskinn koma svona seint út til Íslands, eða um 890, að þeir nutu ekki verndar afans lengur (LSV bls. 212–213). Hjá Ásgeiri má lesa: «Hafi staða Eyvindar austmanns verið sterk á Írlandshafi á ákveðnu tímabili gæti hafa sigið verulega á ógæfuhliðina hjá honum eftir að Kjarval eða Cerball, tengdafaðir hans, lést árið 888. Um það leyti kemst verulegt los á fólk Eyvindar» (bls. 123). Grátlega vitlaust farið með það sem stolið er Ekki þarf að taka fram að allt er sett fram sem frumrannsókn Ásgeirs Jónssonar. Hið grátlega í þessum plagíarisma er að jafnan er farið vitlaust með það sem stolið er. Ekki síst á þetta við í ofangreindu dæmi, þar sem hann setur Geirmund og Hámund heljarskinn í sama flokk, og að Geirmundur hafi átt að leita til Íslands «á eftir Birni austræna upp úr 888» (bls. 122–123). Þetta er til votts um brotakenndan stuld og þar af leiðandi merkingarlausan, því það sama «líkan» og Ásgeir sjálfur setur fram varðandi Geirmund heljarskinn er óhugsandi ef Geirmundur hefði komið svo seint út til Íslands, þegar landið var að mestu numið. Í LSV er einmitt sýnt fram á hvernig leiðir skilja milli Geirmundar og Hámundar löngu fyrr sökum fylgni við ólíkar valdablokkir í vesturvegi, og hvernig landnám Geirmundar í Breiðafirði á sér stað a.m.k. rúmum tveimur áratugum áður en Hámundur og Helgi magri halda til landnáms í Eyjafirði eftir að Kjarval fellur (bls. 212–213). Á bls. 146–147 rekur Ásgeir þá «stofnanaumgjörð» sem Geirmundur heljarskinn kom á fót hér á landi. Hann vísar í orð Landnámu um að hann hafi haft átta tigu manna, og segir um slíkt «þéttbýli»: «Raunar var þéttbýli aðeins mögulegt á Íslandi með því að nýta hinar ríkulegu sjávarauðlindir landsins, allt fram á tuttugustu öld. Flest bendir til að lífshættir Geirmundar hérlendis hafi verið byggðir á rostungsveiðum og þeir gátu í raun ekki gengið upp þegar þeim stofni hafði verið útrýmt. Hann gaf frá sér búin að lokum» (bls. 147). Athyglisvert er að geta þess, að slíka túlkun á lífshlaupi Geirmundar er hvergi að finna nema í LSV og nú, hjá téðum Ásgeiri. Eins og fram hefur komið kallast Geirmundur aldrei annað en «bóndi» með «of búfjár» í miðaldaheimildum. Þá er þetta vægast sagt undarleg túlkun á miðaldaheimildum, að Geirmundur hafi «gefið frá sér búin». Þar með hlýtur Ásgeir að eiga við landnám hans á Hornströndum. Hið rétta er að Geirmundur fellur frá, og eftir að hann er fallinn er landnám hans á Hornströndum gert að almenningum. Eins og rakið er í LSV hlýtur slíkt að stafa frá þingsbundinni ályktunum valdamanna eftir dag Geirmundar. Þetta er ívitnað til að sýna að hér er ekki aðeins farið rangt með það sem stolið er, heldur einnig það sem í miðaldaheimildum stendur. Allt í undarlega samræmdum anda við ónefndar áðurframkomnar túlkanir Um gervalla bókina eru, þrátt fyrir að Leitin að svarta víkingnum eða Den svarte vikingen séu hvergi á nafn nefndar, litlar opinberanir sem sýna hvaða bók «höfundur» hefur haft á borði sínu við sinn «lestur» á Landnámabók. Mætti hér sem dæmi nefna hvað Ásgeir skrifar um Hámund heljarskinn: «Hann fékk Örn, frænda sinn, til sín en hann hafði numið Arnarfjörð á Vestfjörðum … Örn … kom til Eyjafjarðar til að vinna með frænda sínum að héraðsskipan» (bls. 148). Hvergi kemur fram í Landnámabók né öðrum miðaldaheimildum að Örn sé frændi Hámundar eða Geirmundar heljarskinns. Þetta setti ég fram sem tilgátu í LSV (bls. 135, upprunalega frá 2013), og í annarri bók sem byggð var á þeirri rannsókn og heitir Geirmundar saga heljarskinns (2015, Bjartur). Það gerði ég sökum þess að Örn velur að flýja undar Geirmundi og á náðir Hámundar, og því gat ég mér til um þessa frændsemi. Áfram halda svo «túlkanir Ásgeirs» á ýmsum sagnabrotum fornum sem ég hafði týnt til í LSV og notað til að rökstyðja mínar tilgátur, og er það allt í undarlega samræmdum anda við mínar túlkanir. Nefna mætti Önund Tréfót (bls. 123–124EHI/bls. 287–289) og klausu úr Egils sögu um svokölluð Hvalsker, og þegar skjóta mátti dýr sem vildi (bls. 149EHI/bls. 203 LSV), og þannig mætti áfram telja. Ég læt þó staðar numið hér, þar sem áðurnefnd dæmi ættu að veita nægilega innsýn í vinnubrögðin í bók Ásgeirs Jónssonar. *** Að saka einhvern um ritstuld er alvarlegt mál. Það gerir enginn að gamni sínu. En ritstuldur sá sem ég tel Ásgeir Jónsson vera sekan um í þessu tilfelli er að sama skapi grafalvarlegt mál. Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra. Og ekki get ég að því gert, að mér sýnist í þessu dæmi speglast margt í þeirri «hagfræði» sem reið húsum hér í upphafi aldar, nefnilega það að vissir útvaldir hafi fullan rétt á að eigna sér það sem aðrir hafa lagt hart að sér við að búa til. Ef leyfa á þeirri hugmyndafræði að leggja undir sig vísindi og listir, er vissulega um endalok húmanismans að ræða, og, við nánari íhugun, endalok allra vísinda og lista. Hef ég því lagt málið fyrir Siðanefnd Háskóla Íslands og Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun