Þjónustugátt fyrir þolendur kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 9. desember 2021 07:01 Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar