Reynir að samræma þingstörfin embætti forseta bæjarstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2021 12:12 Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið. vísir Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi ætlar að láta reyna á hvort hann geti jafnframt haldið áfram að gegna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Fimm mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga á næsta ári. Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira