Innlent

Gestum Sala­laugar brugðið eftir að flug­eldum var kastað yfir girðingu

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn slasaðist sem betur fer.
Enginn slasaðist sem betur fer. Kópavogsbær

Sundlaugargestum og starfsfólki Salalaugar í Kópavogi var mörgum mjög brugðið eftir að flugeldum var kastað yfir girðingu laugarinnar í gærkvöldi.

Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að enginn sé grunaður um verknaðinn eins og er en að talið sé að ungmenni hafi verið þarna að verki. 

„Það barst tilkynning til okkar um klukkan 21 og það hlaut enginn skaða af,“ segir Þóra í samtali við Vísi.

Greint var frá málinu í hverfisgrúppu á Facebook þar sem starfsfólk laugarinnar segir að þakka megi fyrir að ekki hafi orðið stórslys. Ekki hafi þó munað miklu.

„Sundlaugargestir sem og starfsfólk er í sjokki eftir þetta. Nokkrir sundlaugargestir farnir heim með suð fyrir eyrum,“ segir starfsmaður laugarinnar sem hvetur jafnframt foreldra og forráðamenn að ræða við börn sín um hættuna sem fylgi svona athæfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×