Fyrrverandi leikmaður Pepsi deildarinnar í fótbolta eftirlýstur í 194 löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 08:31 Babacar Sarr í leik með Molde í Evrópudeild UEFA haustið 2018. EPA-EFE/MALTON DIBRA Alþjóðalögreglan, Interpol, leitar enn að senegalska knattspyrnumanninum Babacar Sarr sem spilaði hér á landi fyrir tæpum áratug síðan. Hans hefur nú verið leitað í tvö ár og það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet. Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet.
Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira