Segir stjórn Liverpool þurfa að leysa málið | Er ánægður með að vera orðaður við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 17:31 Salah vill að samningsmál sín verði leyst sem fyrst. EPA-EFE/Peter Powell Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út sumarið 2023. Þessi magnaði leikmaður hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og segist vera ánægður að hann sé orðaður við Barcelona. Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira