Heimamenn í Fuenlabrada byrjuðu af miklum krafti gegn Martin og félögum og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Gestirnir náðu sér þó á strik og að fyrsta leikhluta loknum var munurinn kominn niður í þrjú stig, 22-19.
Heimamenn náðu aftur góðu áhlaupi um miðjan annan leikhluta og náðu aftur 11 stga forskoti, en staðan var 48-41 þegar gengið var til búningsherbergja.
Mikið jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta, og fjórði og seinasti leikhlutinn bauð upp á mikla spennu. Martin og félagar jöfnuðu metin í stöðunni 84-84, og komust yfir undir lok leiks í stöðunni 86-87. Það voru þó heimamenn sem skoruðu seinustu körfu leiksins og unnu eins stigs sigur, 88-87.
Valencia situr í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 12 leiki, átta stigum meira en Fuenlabrada sem situr í 15. sæti.
🧔 Chicos
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) December 4, 2021
📰 La crónica
🏆 J12 #LigaEndesa@BFuenlabrada 88
🆚 @valenciabasket 87
🤝 @Pinturas_Isaval
Cas 👉 La racha taronja termina en Fuenlabradahttps://t.co/WY5djC0TXK
Val 👉 https://t.co/tGIzqSCCuT
Eng 👉 https://t.co/HMumvSanPv
📷 ACB Photo / A. Pacheco#EActíVate pic.twitter.com/mnFEQUpdQg
Heldur minni spenna var í leik Zaragoza og Real Madrid, en Tryggvi og félagar fóru þó inn í hálfleikinn með eins stigs forystu, 36-35.
Gestirnir frá Madrid tóku svo yfir í seinni hálfleik og unnu að lokum 21 stigs sigur, 65-86.
Real Madrid er á toppi deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki, 14 stigum meira en Zaragoza sem situr í 13. sæti.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.