Ítölsku meistararnir fóru illa með gamla þjálfarann sinn | AC Milan áfram á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 21:48 José Mourinho og lærisveinar hans í Roma þurftu að sætta sig við 0-3 tap á heimavelli, en þetta var aðeins í annað sinn á sínum þjálfaraferli sem Mourinho tapar með þremur mörkum. Paolo Bruno/Getty Images Þrír leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. AC Milan hélt toppsætinu með 2-0 sigri gegn botnliði Salernitana, Inter vann öruggan 0-3 útisigur gegn Roma og Atalanta snéri taflinu við gegn Napoli og vann 2-3 útisigur. Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti. Ítalski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti