Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 20:04 Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn á öllum vesturhluta landsins og miðhálendinu. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter. Veður Strætó Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter.
Veður Strætó Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira