Frumherji endurskoðar eignarhaldið Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 14:23 Frumherji er með 32 starfsstöðvar víðs vegar um landið. Frumherji Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, og Andri Gunnarsson stjórnarformaður keyptu á dögunum út aðra hluthafa félagsins. Seljendurnir eru Fannar Ólafsson, Þórður Kolbeinsson og Kristján Grétarsson sem áttu hver um sig fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Tiberius ehf. Félagið fór með 95% hlutafjár í Frumherja á móti 5% hlut Orra. Fjórmenningarnir Andri, Fannar, Þórður og Kristján keyptu fyrirtækið af Íslandsbanka árið 2016. Eftir viðskiptin fer Andri með 80% hlut í Frumherja og Orri 20% en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið Fastherji ehf. Andri segir í samtali við Vísi að gengið hafi verið frá kaupunum á miðvikudag sem hafi átt sér fremur skamman aðdraganda. Hann bætir við að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á seinustu árum og eigendurnir séu bjartsýnir á framtíðina. Kaupverð er trúnaðarmál. Tekjusamdráttur í samkomubanni Hagnaður Frumherja hf. nam 30,4 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Tekjur drógust saman um 6,31% milli ára og námu um 1,43 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 130,42 milljónir króna í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall 12%. Veruleg óvissa var á tímabili um hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn myndi hafa á rekstur Frumherja árið 2020 en að endingu urðu neikvæð áhrif minni en óttast var af framan af. Um hundrað manns vinna hjá Frumherja á 32 starfstöðvum víðs vegar um landið. Veitir fyrirtækið meðal annars þjónustu á sviði bifreiða-, fasteigna- og skipaskoðana, og sér um framkvæmd allra ökuprófa á landinu. Þá rekur Frumherji prófunarstofu fyrir löggildingu mælitækja á borð við vogir, dælur, raforkumæla og vatnsmæla. Frumherji varð til árið 1997 við uppskiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands. Bifreiðaskoðunarhlutinn varð að Frumherja en Skráningarstofan hf. sem varð síðar að Samgöngustofu tók við rekstri ökutækjaskrár og stjórnsýsluhlutverki frá Bifreiðaskoðun Íslands. Frumherji var upphaflega í helmingseigu íslenska ríkisins líkt og Bifreiðaskoðun Íslands en stjórnvöld seldu síðar sinn hlut í fyrirtækinu. Kaup og sala fyrirtækja Bílar Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Seljendurnir eru Fannar Ólafsson, Þórður Kolbeinsson og Kristján Grétarsson sem áttu hver um sig fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Tiberius ehf. Félagið fór með 95% hlutafjár í Frumherja á móti 5% hlut Orra. Fjórmenningarnir Andri, Fannar, Þórður og Kristján keyptu fyrirtækið af Íslandsbanka árið 2016. Eftir viðskiptin fer Andri með 80% hlut í Frumherja og Orri 20% en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið Fastherji ehf. Andri segir í samtali við Vísi að gengið hafi verið frá kaupunum á miðvikudag sem hafi átt sér fremur skamman aðdraganda. Hann bætir við að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á seinustu árum og eigendurnir séu bjartsýnir á framtíðina. Kaupverð er trúnaðarmál. Tekjusamdráttur í samkomubanni Hagnaður Frumherja hf. nam 30,4 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Tekjur drógust saman um 6,31% milli ára og námu um 1,43 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 130,42 milljónir króna í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall 12%. Veruleg óvissa var á tímabili um hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn myndi hafa á rekstur Frumherja árið 2020 en að endingu urðu neikvæð áhrif minni en óttast var af framan af. Um hundrað manns vinna hjá Frumherja á 32 starfstöðvum víðs vegar um landið. Veitir fyrirtækið meðal annars þjónustu á sviði bifreiða-, fasteigna- og skipaskoðana, og sér um framkvæmd allra ökuprófa á landinu. Þá rekur Frumherji prófunarstofu fyrir löggildingu mælitækja á borð við vogir, dælur, raforkumæla og vatnsmæla. Frumherji varð til árið 1997 við uppskiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands. Bifreiðaskoðunarhlutinn varð að Frumherja en Skráningarstofan hf. sem varð síðar að Samgöngustofu tók við rekstri ökutækjaskrár og stjórnsýsluhlutverki frá Bifreiðaskoðun Íslands. Frumherji var upphaflega í helmingseigu íslenska ríkisins líkt og Bifreiðaskoðun Íslands en stjórnvöld seldu síðar sinn hlut í fyrirtækinu.
Kaup og sala fyrirtækja Bílar Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur