Vill ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2021 13:28 Jóhannes Þór Skúlason segir íslenskt samfélag hafa tekið miklum framförum hvað varðar opinn hug þegar komi að kynhneigðum. Sigurinn sé þó ekki unninn. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því að hann væri tvíkynhneigður. Hann telur samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Þetta kemur fram í viðtali GayIceland við Jóhannes sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans. Hann segir augu sín hafa opnast á viðburði í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum þar sem tvíkynhneigðir karlar lýstu reynslu sinni. „Þetta var smá skrýtið því enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum körlum, allavega sem við vissum af,“ segir Jóhannes í viðtalinu. Svo hafi komið í ljós að þeir voru reyndar fimm í herberginu. Jóhannes kom út úr skápnum fyrir þremur árum og vonar að frásögn hans ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða. Að þeir verði stoltir og opnir varðandi tvíkynhneigðina. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir karlmenn þarna úti. Fullt af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki, komast í kastljósið,“ segir Jóhannes Þór við GayIceland. Þótt allir tvíkynhneigðir geti átt erfitt uppdráttar þá telur Jóhannes samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Hann hafi sjálfur verið tíu ár, í gengum háskóla og í framhaldinu, að skilja tvíkynhneigð. Jóhannes segir að heilt yfir hafi viðbrögðin verið góð þegar hann greindi frá tvíkynhneigð sinni. Sumir hafi farið fram úr sér og talið að fram undan væri skilnaður en Jóhannes er kvæntur. „Það var vinahópur staddur í öðru partýi og ég heyrði að þegar þau sáu tíðindin á Facebook þá hefðu þau tekið andköf,“ segir Jóhannes. Allir hafi farið að velta skilnaði hans og eiginkonunnar fyrir sér. „Mamma var aðallega áhyggjufull um hvort þetta hefði áhrif á vinnuna mína,“ segir Jóhannes. Hann hafi verið heppinn hvað viðbrögðin varðaði. Hinsegin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali GayIceland við Jóhannes sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans. Hann segir augu sín hafa opnast á viðburði í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum þar sem tvíkynhneigðir karlar lýstu reynslu sinni. „Þetta var smá skrýtið því enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum körlum, allavega sem við vissum af,“ segir Jóhannes í viðtalinu. Svo hafi komið í ljós að þeir voru reyndar fimm í herberginu. Jóhannes kom út úr skápnum fyrir þremur árum og vonar að frásögn hans ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða. Að þeir verði stoltir og opnir varðandi tvíkynhneigðina. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir karlmenn þarna úti. Fullt af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki, komast í kastljósið,“ segir Jóhannes Þór við GayIceland. Þótt allir tvíkynhneigðir geti átt erfitt uppdráttar þá telur Jóhannes samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Hann hafi sjálfur verið tíu ár, í gengum háskóla og í framhaldinu, að skilja tvíkynhneigð. Jóhannes segir að heilt yfir hafi viðbrögðin verið góð þegar hann greindi frá tvíkynhneigð sinni. Sumir hafi farið fram úr sér og talið að fram undan væri skilnaður en Jóhannes er kvæntur. „Það var vinahópur staddur í öðru partýi og ég heyrði að þegar þau sáu tíðindin á Facebook þá hefðu þau tekið andköf,“ segir Jóhannes. Allir hafi farið að velta skilnaði hans og eiginkonunnar fyrir sér. „Mamma var aðallega áhyggjufull um hvort þetta hefði áhrif á vinnuna mína,“ segir Jóhannes. Hann hafi verið heppinn hvað viðbrögðin varðaði.
Hinsegin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning