Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 22:22 Stefanía Jónsdóttir, skólabílstjóri á Þambárvöllum í Bitru. Einar Árnason Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. Það er nefnilega hún sem ekur skólabílnum sem við sjáum í fréttum Stöðvar 2 renna í hlað á bænum Kolbeinsá í Hrútfirði, einum sex bæja sem komið er við á leiðinni í og úr skólanum á Hvammstanga. Þrettán börn af bæjum við Hrútafjörð fá far. Grunnskólanemandinn Elmar Ingi Magnússon og móðir hans, skólabílstjórinn Stefanía Jónsdóttir, koma heim á Þambárvelli í Bitru eftir skólaakstur dagsins.Einar Árnason Leiðin er 80 kílómetra löng - 160 kílómetrar fram og til baka. Þegar þau koma heim úr skólanum síðdegis eru þau mæðginin, Stefanía Jónsdóttir og fjórtán ára sonur hennar, Elmar Ingi Magnússon, sennilega búin að fara lengst allra í skólabíl á Íslandi þann daginn. „Já, ég held það. Ég veit það samt ekki alveg. Ég ætla ekkert að fullyrða það. En ég held það,“ svarar Stefanía spurningu okkar hvort þetta sé lengsti skólaaksturinn. Leiðin milli Þambárvalla og Hvammstanga er 80 kílómetra löng.GRAFÍK/SIGRÚN HREFNA LÝÐSDÓTTIR. Og þau þurfa að fara snemma á fætur á morgnana. „Við leggjum af stað héðan kortér í sjö og við erum komin svona.. tíu mínútur yfir átta á Hvammstanga.“ -Það eru einn og hálfur tími? „Já.“ -Og jafnlangt svo til baka? „Já, það er bara þannig.“ -Þannig að þá eru börn í þrjá tíma í skólabíl? „Já, það er svolítið mikið,“ svarar Stefanía. Skólabíllinn kemur að bænum Kolbeinsá við utanverðan Hrútafjörð.Einar Árnason Þau búa reyndar í Strandabyggð og eiga því skólasókn á Hólmavík. Áður sóttu börn úr Bitrufirði sveitaskóla á Broddanesi en honum var lokað árið 2004. Þótt tíu kílómetrum styttra sé til Hólmavíkur frá Þambárvöllum velja þau fremur Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Þar sækir Stefanía vinnu, mun fleiri börn búa auk þess Húnaþingsmegin í sveitinni og þau losna við að aka yfir erfiðan Bitruháls. Þá spilar inn í að þrír synir þeirra Stefaníu og Magnúsar Sveinssonar á Þambárvöllum sóttu áður skólann á Borðeyri. Þegar honum var lokað haustið 2017 þótti eðlilegra að fylgja nemendahópnum til Hvammstanga. -Þér finnst þetta ekkert svakalegt? „Nei, ég er bara orðin svona vön þessu. Mér finnst þetta orðið bara svo venjulegt. Maður er einhvern veginn bara vanur að keyra þetta,“ svarar Stefanía. En hvað gera börnin á meðan í skólabílnum? Svarið fæst hér í frétt Stöðvar 2: Skóla - og menntamál Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Tengdar fréttir Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Það er nefnilega hún sem ekur skólabílnum sem við sjáum í fréttum Stöðvar 2 renna í hlað á bænum Kolbeinsá í Hrútfirði, einum sex bæja sem komið er við á leiðinni í og úr skólanum á Hvammstanga. Þrettán börn af bæjum við Hrútafjörð fá far. Grunnskólanemandinn Elmar Ingi Magnússon og móðir hans, skólabílstjórinn Stefanía Jónsdóttir, koma heim á Þambárvelli í Bitru eftir skólaakstur dagsins.Einar Árnason Leiðin er 80 kílómetra löng - 160 kílómetrar fram og til baka. Þegar þau koma heim úr skólanum síðdegis eru þau mæðginin, Stefanía Jónsdóttir og fjórtán ára sonur hennar, Elmar Ingi Magnússon, sennilega búin að fara lengst allra í skólabíl á Íslandi þann daginn. „Já, ég held það. Ég veit það samt ekki alveg. Ég ætla ekkert að fullyrða það. En ég held það,“ svarar Stefanía spurningu okkar hvort þetta sé lengsti skólaaksturinn. Leiðin milli Þambárvalla og Hvammstanga er 80 kílómetra löng.GRAFÍK/SIGRÚN HREFNA LÝÐSDÓTTIR. Og þau þurfa að fara snemma á fætur á morgnana. „Við leggjum af stað héðan kortér í sjö og við erum komin svona.. tíu mínútur yfir átta á Hvammstanga.“ -Það eru einn og hálfur tími? „Já.“ -Og jafnlangt svo til baka? „Já, það er bara þannig.“ -Þannig að þá eru börn í þrjá tíma í skólabíl? „Já, það er svolítið mikið,“ svarar Stefanía. Skólabíllinn kemur að bænum Kolbeinsá við utanverðan Hrútafjörð.Einar Árnason Þau búa reyndar í Strandabyggð og eiga því skólasókn á Hólmavík. Áður sóttu börn úr Bitrufirði sveitaskóla á Broddanesi en honum var lokað árið 2004. Þótt tíu kílómetrum styttra sé til Hólmavíkur frá Þambárvöllum velja þau fremur Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Þar sækir Stefanía vinnu, mun fleiri börn búa auk þess Húnaþingsmegin í sveitinni og þau losna við að aka yfir erfiðan Bitruháls. Þá spilar inn í að þrír synir þeirra Stefaníu og Magnúsar Sveinssonar á Þambárvöllum sóttu áður skólann á Borðeyri. Þegar honum var lokað haustið 2017 þótti eðlilegra að fylgja nemendahópnum til Hvammstanga. -Þér finnst þetta ekkert svakalegt? „Nei, ég er bara orðin svona vön þessu. Mér finnst þetta orðið bara svo venjulegt. Maður er einhvern veginn bara vanur að keyra þetta,“ svarar Stefanía. En hvað gera börnin á meðan í skólabílnum? Svarið fæst hér í frétt Stöðvar 2:
Skóla - og menntamál Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Tengdar fréttir Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47