Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Fanndís Birna Logadóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. desember 2021 12:13 Aron Einar Gunnarsson hefur gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu flaug Aron Einar frá Katar, hvar hann spilar knattspyrnu og býr með fjölskyldu sinni, til að gefa skýrslu. Var það að kröfu lögreglu sem hann kom til landsins en lögregla samþykkti ekki að skýrsla yrði tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aron Einar og Eggert Gunnþór stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertóku fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Kynferðisbrotadeild lögreglu hefur sagst ekki munu tjá sig um málið meðan rannsókn þess er í gangi. Uppfært klukkan 14:24 með yfirlýsingu Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns Arons Einars, fyrir hönd þeirra beggja Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja. Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu flaug Aron Einar frá Katar, hvar hann spilar knattspyrnu og býr með fjölskyldu sinni, til að gefa skýrslu. Var það að kröfu lögreglu sem hann kom til landsins en lögregla samþykkti ekki að skýrsla yrði tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aron Einar og Eggert Gunnþór stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertóku fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Kynferðisbrotadeild lögreglu hefur sagst ekki munu tjá sig um málið meðan rannsókn þess er í gangi. Uppfært klukkan 14:24 með yfirlýsingu Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns Arons Einars, fyrir hönd þeirra beggja Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja. Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent