Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Telma Tómasson skrifar 2. desember 2021 10:08 Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. Um 50 frumvörp hafi nú þegar verið lögð fram af hálfu Flokks fólksins, en þetta sé eitt þriggja sem sett verði í forgang. Vonast hún til að málið verði tekið til umræðu á Alþingi fyrir jól. Takmarkaðar upplýsingar Eins og fram hefur komið er hórmónið PMSG unnið úr blóði fylfullra hryssa sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Það er að langmestu leyti flutt út, einkum til að stilla saman gangmál og auka frjósemi húsdýra á meginlandinu. Fyrirtækið Ísteka ehf kaupir allar afurðirnar af blóðmerabændum hérlendis og veltir tæpum tveimur milljörðum króna á ársgrundvelli. Ísteka rekur einnig eigin blóðmerabú og á fjölda hryssa, samkvæmt heimildum fréttastofu, en nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er erfitt að nálgast, enda hefur Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri þess, hafnað öllum viðtölum þrátt fyrir ítrekuð boð þar um. Ísland eina Evrópulandið í blóðmerabúskap Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Dýraverndarsamtök hafa reynt að beita þrýstingi til að banna innflutning lyfja sem framleidd eru úr merablóði frá ríkjum utan ESB, til að mynda Argentínu og Úrúgvæ. Málið hefur hlotið áheyrn Evrópuþingsins sem ályktaði nú síðast í október um að hvetja framkvæmdastjórn ESB til að banna innflutning á PMSG, en mikil vinna er nú lögð í að auka sjálfbærni í landbúnaði í ríkjum sambandsins. Umræðan fór einnig fram í apríl á þessu ári en þá svaraði framkvæmastjórnin því til að innflutningsbann á lyfinu stæði ekki til að svo stöddu. Sérstök ákvæði um nærgætni og hvíld Inga Sæland lagði fram á Alþingi sambærilegt frumvarp og greint er frá hér að ofan fyrr á þessu ári, orðalag var með aðeins öðrum hætti og greinargerð með frumvarpinu önnur. Það frumvarp hlaut ekki brautargengi. Atvinnuveganefnd Alþingis bárust 13 umsagnir um frumvarpið frá ýmsum hagsmunaaðilum, félögum, einstaklingum og Matvælastofnun. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/vilhelm Umsagnirnar voru allar á þann veg að blóðtaka úr fylfullum hryssum, stangaðist ekki á við íslensk lög um velferð dýra, þvert á móti að velferðarsamningar Ísteka við bændur stuðluðu að betri meðferð og umhirðu dýra. Ísteka kveður dýravelferðarsamninga byggja á skilyrðum Matvælastofnunar og Fagráðs um dýravelferð sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Orðrétt segir í umsögn: „Þar er meðal annars að finna sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna, ákvæði um gott beitiland og aðgang að vatni og saltsteinum. Sérstök ákvæði eru einnig dýravelferðarsamningnum um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram.“ Í umsögn Ísteka segir jafnframt að vel sé fylgst með heilsu hryssanna eftir blóðgjöf og rannsóknir hafi sýnt að hún hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Fréttastofan hefur óskað eftir nánari upplýsingum um þá rannsókn sem hér er getið um til staðfestingar á þessari fullyrðingu, en fyrirtækið hefur ekki svarað erindinu. Meðflutningsmenn Ingu að framlagningu frumvarps um bann við blóðmerahaldi nú eru aðrir þingmenn Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Vinstri grænna, þeirra Jódísar Skúladóttur og Orra Páls Jóhannssonar. Dýraheilbrigði Alþingi Blóðmerahald Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. 25. nóvember 2021 14:44 Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Um 50 frumvörp hafi nú þegar verið lögð fram af hálfu Flokks fólksins, en þetta sé eitt þriggja sem sett verði í forgang. Vonast hún til að málið verði tekið til umræðu á Alþingi fyrir jól. Takmarkaðar upplýsingar Eins og fram hefur komið er hórmónið PMSG unnið úr blóði fylfullra hryssa sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Það er að langmestu leyti flutt út, einkum til að stilla saman gangmál og auka frjósemi húsdýra á meginlandinu. Fyrirtækið Ísteka ehf kaupir allar afurðirnar af blóðmerabændum hérlendis og veltir tæpum tveimur milljörðum króna á ársgrundvelli. Ísteka rekur einnig eigin blóðmerabú og á fjölda hryssa, samkvæmt heimildum fréttastofu, en nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er erfitt að nálgast, enda hefur Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri þess, hafnað öllum viðtölum þrátt fyrir ítrekuð boð þar um. Ísland eina Evrópulandið í blóðmerabúskap Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Dýraverndarsamtök hafa reynt að beita þrýstingi til að banna innflutning lyfja sem framleidd eru úr merablóði frá ríkjum utan ESB, til að mynda Argentínu og Úrúgvæ. Málið hefur hlotið áheyrn Evrópuþingsins sem ályktaði nú síðast í október um að hvetja framkvæmdastjórn ESB til að banna innflutning á PMSG, en mikil vinna er nú lögð í að auka sjálfbærni í landbúnaði í ríkjum sambandsins. Umræðan fór einnig fram í apríl á þessu ári en þá svaraði framkvæmastjórnin því til að innflutningsbann á lyfinu stæði ekki til að svo stöddu. Sérstök ákvæði um nærgætni og hvíld Inga Sæland lagði fram á Alþingi sambærilegt frumvarp og greint er frá hér að ofan fyrr á þessu ári, orðalag var með aðeins öðrum hætti og greinargerð með frumvarpinu önnur. Það frumvarp hlaut ekki brautargengi. Atvinnuveganefnd Alþingis bárust 13 umsagnir um frumvarpið frá ýmsum hagsmunaaðilum, félögum, einstaklingum og Matvælastofnun. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/vilhelm Umsagnirnar voru allar á þann veg að blóðtaka úr fylfullum hryssum, stangaðist ekki á við íslensk lög um velferð dýra, þvert á móti að velferðarsamningar Ísteka við bændur stuðluðu að betri meðferð og umhirðu dýra. Ísteka kveður dýravelferðarsamninga byggja á skilyrðum Matvælastofnunar og Fagráðs um dýravelferð sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Orðrétt segir í umsögn: „Þar er meðal annars að finna sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna, ákvæði um gott beitiland og aðgang að vatni og saltsteinum. Sérstök ákvæði eru einnig dýravelferðarsamningnum um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram.“ Í umsögn Ísteka segir jafnframt að vel sé fylgst með heilsu hryssanna eftir blóðgjöf og rannsóknir hafi sýnt að hún hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Fréttastofan hefur óskað eftir nánari upplýsingum um þá rannsókn sem hér er getið um til staðfestingar á þessari fullyrðingu, en fyrirtækið hefur ekki svarað erindinu. Meðflutningsmenn Ingu að framlagningu frumvarps um bann við blóðmerahaldi nú eru aðrir þingmenn Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Vinstri grænna, þeirra Jódísar Skúladóttur og Orra Páls Jóhannssonar.
Dýraheilbrigði Alþingi Blóðmerahald Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. 25. nóvember 2021 14:44 Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. 25. nóvember 2021 14:44
Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12