Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 20:00 Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá. Fíkn Lyf Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá.
Fíkn Lyf Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira