Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 11:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti Alþingis horfir til almættisins og minnir núverandi meirihluta þingsins á hverfulleika lífsins. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09