„Mjög gott fyrir hjartað að vakna og sjá sól úti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 12:00 Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum. Hekla Mist Valgeirsdóttir er þriðja frá hægri í aftari röð. stefán þór friðriksson Hekla Mist Valgeirsdóttir hlakkar til að hefja keppni á EM í hópfimleikum. Hún er hluti af kvennaliði Íslands sem ætlar sér stóra hluti. „Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira