„Markmiðið er að taka gullið með heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Andrea Sif Pétursdóttir var fimleikakona ársins 2020. stöð 2 sport Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira