Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 13:43 Páll Magnússon var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í fimm ár en hann er ættaður úr Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira