„Vorum alltaf meiri vinir heldur en par“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2021 10:30 Elín og Davíð ræddu um skilnaði sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þau tengjast í raun ekkert en sögðu sitthvora sögu sína þegar kemur að skilnaði og hvernig foreldrar geta unnið saman. Skiptir máli hvernig fólk skilur, hver eru líklegustu vandamálin, hefur skilnaður áhrif á börn og þá hversu mikil? Frá árinu 2018 hafa félagsráðgjafarnir Gyða Hjartardóttir og Sigrún Júlíusdóttir þjálfað fagfólk í átta sveitarfélögum í svokallaðri skilnaðarráðgjöf, það sem kallað er SES. Rætt var við Gyðu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið skaða á börnum heldur hvernig að honum er staðið,“ segir Gyða og bætir við að foreldrar barnsins eigi að temja sér strax það viðhorf að koma fram við hvort annað eins og samstarfsfélaga. Sama hvernig þau líka við hvort annað þá séu ákveðnar reglur og þau eiga ekki að leyfa sér að segja hvað sem er. „Við erum hér með verkfæri fyrir foreldra að læra að skilja á góðan hátt fyrir börnin.“ Námskeiðin fara fram á netinu gagnast langflestum, líka þeim sem gengur vel að skilja. „Þarna er verið að fjalla um efni eins og áhrif skilnaðarins á mig sem manneskju, áhrif skilnaðar á börnin og hvernig við getum komið í veg fyrir að falla í gryfjur ágreinings. Síðan bara tekur lífið við. Mamma þarf að flytja, pabbi eignast kærustu og eitthvað sem gerir það að verkum að oft fara hlutirnir í hund og kött.“ Gyða Hjartardóttir mætti í þáttinn til að útskýra námskeið SES. Í innslaginu var rætt við fólk sem hafði farið í gegnum skilnað og farið í gegnum námskeiðin. „Við vorum alltaf meiri vinir heldur en par og ákváðum að fara í sundur,“ segir Elín Sigurvinsdóttir sem skildi við barnsföður sinn á sínum tíma. „Við þurftum að ákveða hvernig við myndum viljað hafa umgengni og við vorum búnar að vera tengdar við naflastreng frá upphafi. Ég spurði hann hvernig hann sjái þetta fyrir sér og hann vildi strax hafa þetta viku og viku fyrirkomulag. Við þurftum því að vinna okkur upp í það. Barnið á rétt á því að verum jafnt hjá foreldrum sínum,“ segir Elín en einnig var rætt við Davíð Alexander Östergaard sem skildi við barnsmóður sína og fór í gegnum námskeið SES. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Frá árinu 2018 hafa félagsráðgjafarnir Gyða Hjartardóttir og Sigrún Júlíusdóttir þjálfað fagfólk í átta sveitarfélögum í svokallaðri skilnaðarráðgjöf, það sem kallað er SES. Rætt var við Gyðu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið skaða á börnum heldur hvernig að honum er staðið,“ segir Gyða og bætir við að foreldrar barnsins eigi að temja sér strax það viðhorf að koma fram við hvort annað eins og samstarfsfélaga. Sama hvernig þau líka við hvort annað þá séu ákveðnar reglur og þau eiga ekki að leyfa sér að segja hvað sem er. „Við erum hér með verkfæri fyrir foreldra að læra að skilja á góðan hátt fyrir börnin.“ Námskeiðin fara fram á netinu gagnast langflestum, líka þeim sem gengur vel að skilja. „Þarna er verið að fjalla um efni eins og áhrif skilnaðarins á mig sem manneskju, áhrif skilnaðar á börnin og hvernig við getum komið í veg fyrir að falla í gryfjur ágreinings. Síðan bara tekur lífið við. Mamma þarf að flytja, pabbi eignast kærustu og eitthvað sem gerir það að verkum að oft fara hlutirnir í hund og kött.“ Gyða Hjartardóttir mætti í þáttinn til að útskýra námskeið SES. Í innslaginu var rætt við fólk sem hafði farið í gegnum skilnað og farið í gegnum námskeiðin. „Við vorum alltaf meiri vinir heldur en par og ákváðum að fara í sundur,“ segir Elín Sigurvinsdóttir sem skildi við barnsföður sinn á sínum tíma. „Við þurftum að ákveða hvernig við myndum viljað hafa umgengni og við vorum búnar að vera tengdar við naflastreng frá upphafi. Ég spurði hann hvernig hann sjái þetta fyrir sér og hann vildi strax hafa þetta viku og viku fyrirkomulag. Við þurftum því að vinna okkur upp í það. Barnið á rétt á því að verum jafnt hjá foreldrum sínum,“ segir Elín en einnig var rætt við Davíð Alexander Östergaard sem skildi við barnsmóður sína og fór í gegnum námskeið SES. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira