Sorphirða Jónas Elíasson skrifar 28. nóvember 2021 20:00 Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Sorpa Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor .
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar