Heimsmeistarar í hringrásarhugsun og sjálfbærni? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:00 Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar