Opið bréf til gerenda Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 18:31 Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Klám Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar