Handbolti

Jóhann Gunnar sagði söguna af gleraugunum sem komu honum í smitgát

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson segir söguna af smitgát sinni en Theódór Ingi Pálmason, kollegi hans í sérfræðingastólnum, hefur gaman af.
Jóhann Gunnar Einarsson segir söguna af smitgát sinni en Theódór Ingi Pálmason, kollegi hans í sérfræðingastólnum, hefur gaman af. Skjámynd/S2 Sport

Jóhann Gunnar Einarsson sagði frá kynnum sínum af kórónuveirunni í Seinni bylgjunni í vikunni.

Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að fagna því að níunda umferðin hafi farið öll fram án nokkurra frestanna vegna kórónuveirunnar en það kallaði á sögu frá sérfræðingnum.

„Ég fór í smitgát um daginn,“ sagði Jóhann Gunnar og fékk orðið. Þetta var samt ekki alveg eins og hjá honum og hjá Valsmanninum Agnari Smára Jónssyni.

„Smitgát er ekki þannig því þá máttu gera allt. Þú þarft bara að fylgjast með einkennum og fara í tvö hraðpróf,“ sagði Jóhann.

„Það smitaðist einn kennari hjá okkur. Hann var veikur einn daginn. Ég var að kenna í forföllum,“ sagði Jóhann sem vinnur í Réttarholtsskóla í Reykjavík.

Klippa: Seinni bylgjan: Sagan á bak við smitgát Jóa

„Svo var ég að lesa upp og gleraugun hjá kennaranum voru á borðinu. Ég tók þau upp, prófaði þau og sá betur. Svo las ég og var með þau. Síðan kom svona móða því að það var langt síðan ég notaði gleraugu,“ sagði Jóhann.

„Covid-móðan,“ skaut Theódór Ingi Pálmason, kollegi hans í sérfræðingastólnum, inn í en Jóhann hélt áfram.

„Svo tók ég af mér gleraugun. Við fengum síðan póst um kvöldið um að þessi kennari væri með Covid. Ég fór þá að hugsa: Snertifletir, hvernig virka þeir aftur,“ sagði Jóhann.

„Þú ert með gott mótefni, ég finn það bara á mér eftir þessa sögu,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

„Já, bólusettur,“ sagði Jóhann Gunnar en það smá sjá þessa spjall hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×