Chelsea er að íhuga risatilboð í eina af hetjum ítalska landsliðsins frá því á Evrópumótinu í sumar samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Thomas Tuchel hefur mikinn áhuga á að því að fá Federico Chiesa til Chelsea og það lítur út fyrir það að hann hafi fengið grænt ljós frá eigandanum Roman Abramovich.
IT'S HAPPENING
— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021
Chelsea are ready to give the greenlight on a player Tuchel has wanted for a LONG time. Surely this isn't fair? They'll take some stopping... https://t.co/5yORrk8JVU pic.twitter.com/wPJLBuzcZZ
Chelsea hefur mikla breidd en meiðsli framherjanna Romelu Lukaku og Timo Werner á síðustu viku sýndi að það vantar mögulega meiri breidd í framherjahópinn.
Ítalska blaðið Calciomercato slær því upp að Federico Chiesa sé draumaleikmaður fyrir Tuchel og að að hann sé að fá peninga frá Roman til að koma með risatilboð í Chiesa.
Bæði Chelsea og Liverpool biðu í Chiesa í sumar samkvæmt fréttum úti en Juventus hafnaði víst áttatíu milljóna punda tilboði frá þeim báðum.
Eignarhaldið á Chiesa er reyndar svolítið flókið. Hann er í raun leikmaður Fiorentina en á er á seinna ári sínu á lánssamningi hjá Juventus. Juventus er hins vegar með kauprétt á honum fyrir fjörutíu milljónir punda og það er því Juve að selja hann.
Chiesa stóð sig mjög vel með ítalska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann hefur ekki verið mikill markaskorari en mjög skapandi og öflugur sóknarmaður engu að síður.