Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 06:59 Stökkbreytingarnar er að finna á bindiprótíni afbrigðisins. Getty Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. Afbrigðið, B.1.1.529, uppgötvaðist fyrst í Botswana þar sem það hefur nú fundist hjá þremur einstaklingum. Þá hafa sex tilvik verið greind í Suður-Afríku og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, deildi gögnum um afbrigðið á vefsíðu þar sem menn deila raðgreiningum SARS-CoV-2 og segir fjölda stökkbreytinganna á bindiprótíninu, eða broddprótíninu, vekja ákveðinn ugg. Þá fylgjast veirufræðingar í Suður-Afríku náið með þróun mála, þar sem afbrigðið hefur fundist á svæðum þar sem faraldurinn er í vexti. Ravi Gupta, prófessor í örverufræðum við Cambridge University, segir að tvær stökkbreytinganna virðist auka sýkingahæfni og auka getu afbrigðisins til að komast hjá ónæmiskerfinu. Hins vegar sé ekki ljóst hversu smitandi afbrigðið sé en það sé til að mynda lykilþáttur í því hversu hratt Delta-afbrigðið hafi farið um heiminn. Vísbendingar eru uppi um að stökkbreytingarnar hafi allar eða flestar orðið á sama tíma, mögulega hjá einum sjúklingi með veikt ónæmiskerfi og króníska sýkingu. Francois Balloux, framkvæmdastjóri UCL Genetics Institute, segir ótímabært að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu enn sem komið er en fylgjast þurfi með því. Guardian greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Sjá meira
Afbrigðið, B.1.1.529, uppgötvaðist fyrst í Botswana þar sem það hefur nú fundist hjá þremur einstaklingum. Þá hafa sex tilvik verið greind í Suður-Afríku og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, deildi gögnum um afbrigðið á vefsíðu þar sem menn deila raðgreiningum SARS-CoV-2 og segir fjölda stökkbreytinganna á bindiprótíninu, eða broddprótíninu, vekja ákveðinn ugg. Þá fylgjast veirufræðingar í Suður-Afríku náið með þróun mála, þar sem afbrigðið hefur fundist á svæðum þar sem faraldurinn er í vexti. Ravi Gupta, prófessor í örverufræðum við Cambridge University, segir að tvær stökkbreytinganna virðist auka sýkingahæfni og auka getu afbrigðisins til að komast hjá ónæmiskerfinu. Hins vegar sé ekki ljóst hversu smitandi afbrigðið sé en það sé til að mynda lykilþáttur í því hversu hratt Delta-afbrigðið hafi farið um heiminn. Vísbendingar eru uppi um að stökkbreytingarnar hafi allar eða flestar orðið á sama tíma, mögulega hjá einum sjúklingi með veikt ónæmiskerfi og króníska sýkingu. Francois Balloux, framkvæmdastjóri UCL Genetics Institute, segir ótímabært að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu enn sem komið er en fylgjast þurfi með því. Guardian greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Sjá meira