Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit 24. nóvember 2021 19:44 Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty Images Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá. Heimamenn í Inter voru mun sterkari aðilinn í kvöld og virtust alltaf líklegri til að brjóta ísinn. Ekki gekk það þó í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Áfram héldu leikmenn Inter að þjarma að gestunum í seinni hálfleik, og það átti eftir að skila sér. Á 57. mínútu setti Lautaro Martinez boltann í netið, en markið fékk ekki að standa þar sem hann var dæmdur brotlegur. Það kom þó ekki að sök því á 61. mínútu var Edin Dzeko búinn að koma heimamönnum í 1-0, og sex mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Inter. Liðið situr nú á toppi D-riðils með tíu stig, en Shakthtar Donetsk situr hins vegar í neðsta sæti riðilsins. Seinna í kvöld mætast Real Madrid og Sheriff, en mistakist Sheriff að vinna þann leik er Inter öruggt með sæti í 16-liða úrslitum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá. Heimamenn í Inter voru mun sterkari aðilinn í kvöld og virtust alltaf líklegri til að brjóta ísinn. Ekki gekk það þó í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Áfram héldu leikmenn Inter að þjarma að gestunum í seinni hálfleik, og það átti eftir að skila sér. Á 57. mínútu setti Lautaro Martinez boltann í netið, en markið fékk ekki að standa þar sem hann var dæmdur brotlegur. Það kom þó ekki að sök því á 61. mínútu var Edin Dzeko búinn að koma heimamönnum í 1-0, og sex mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Inter. Liðið situr nú á toppi D-riðils með tíu stig, en Shakthtar Donetsk situr hins vegar í neðsta sæti riðilsins. Seinna í kvöld mætast Real Madrid og Sheriff, en mistakist Sheriff að vinna þann leik er Inter öruggt með sæti í 16-liða úrslitum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti