Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 15:00 Carlo Ancelotti glottir á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti Sheriff Tiraspol í Moldóvu. EPA-EFE/DUMITRU DORU Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt. „Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira