Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2021 18:09 Forseti lýðveldisins gerði tímasetningu þingsetningar meðal annars að umtalsefni sínu í setningarræði sinni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“ Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“
Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira