Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:26 Konan var dyravörður á Lebowski í miðbæ Reykjavíkur þar sem atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur. Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur.
Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira