Taka þurfi erfiðar ákvarðanir til að ná fram 370 milljóna hagræðingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2021 14:12 Akureyri er að komast í vetrarbúninginn. Vísir/Tryggvi Reiknað er með að rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar fyrir næsta ár verði neikvæð um 672 milljónir. Stefnt er að því að hagræða í rekstri bæjarins um 370 milljónir króna. Bæjarstjórnin segir ljóst að til að ná fram þeirri hagræðingu þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu bæjarstjórnar vegna frumvarps um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Fyrri umræða um frumvarpið fór fram í bæjarstjórn síðustu viku en seinni umræðan fer fram þann 15. desember. Íbúum er jafnframt boðið á rafrænan kynningarfund um efni frumvarpsins þann 7. desember næstkomandi. Í tilkynningunni er vísað í samstarfssáttmála bæjarstjórnarinnar, sem mynduð er af fulltrúum allra flokka sem náðu kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar segir að framtíðarsýn bæjarins sé sú að rekstur hans verði sjálfbær auk þess sem að leggja skuli áherslu á framúrskarandi skóla, lífsgæði og góða þjónustu, auk annarra þátta. Vilja auka tekjur og draga úr kostnaði Þar segir einnig að það sé áskorun að stíga „markviss skref í átt að sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins“, samhliða því að horft sé til framtíðarsýnar bæjarstjórnarinnar. Auka þurfi tekjur og draga úr kostnaði. Stefnt er að sjálfbærni í rekstri Akureyrarbæjar.Vísir/Tryggvi „Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2022 er neikvæð um 672 m.kr í samstæðunni allri en gert er ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða A-hluta verði neikvæð um ríflega 1,1 milljarð króna. Til þess að ná markmiði um sjálfbæran rekstur má með töluverðri einföldun segja að rekstrarniðurstaða A-hluta verði að vera jákvæð. Til þess að sá árangur náist þarf bæði að horfa til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði,“ segir í tilkynningunni. Gagnrýna ríkið Í tilkynningunni er ýmislegt nefnt til sögunnar til að skýra fjárhagsstöðu bæjarins. Kjarasamningar, áætluð hækkun lífeyrisskuldbindinga og þá ákvörðun bæjarstjórnar að taka á móti börnum í leikskóla allt niður í tólf mánaða aldur. Þá segir bæjarstjórnin einnig að ríkið eigi sinn þátt í stöðunni. „Þá verður ekki framhjá því litið að ákvarðanir ríkisvaldsins hafa oft og tíðum veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Sem dæmi má nefna vanfjármögnun ríkisins við yfirfærslu á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Leiða má að því líkum að á þriðja hundrað milljónir króna vanti frá ríkinu til Akureyrarbæjar vegna verkefnisins á árinu 2022. Má því í raun segja að ríkið hafi sett fram niðurskurðarkröfu á sveitarfélagið sem því nemur. Þess utan eru of oft sett ný lög sem auka kröfur í lögbundnum málaflokkum sveitarfélaga sem hækka rekstrarkostnað, án þess að lögin hafi verið kostnaðarmetin eða rætt um hvernig eigi að skipta fjármögnun á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta telur bæjarstjórn óviðunandi.“ Reikna með að þurfa að skerða þjónustu Í tengslum við vinnu bæjarstjórnar við frumvarpið hafa verið sagðar fréttir af því að mögulega standi til að loka Glerárlaug, annarri af tveimur sundlaugum bæjarins. Eru sumir bæjarbúar mótfallnir því. Bæjarstjórnin reiknar með að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.Vísir/Tryggvi Í tilkynningu bæjarstjórnarinnar segir að ljóst sé að dregið verði úr þjónustu við bæjarbúa að einhverju marki, svo ná megi fram þeirri hagræðingu sem stefnt er að, 370 milljónum króna. „Sú vinna sem fram fer í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun á milli umræðna snýst fyrst og fremst um að rýna betur þær hagræðingartillögur sem fram hafa komið frá nefndum og sviðsstjórum, en miðað við forsendur fjárhagsáætlunar í fyrri umræðu í bæjarstjórn er gert ráð fyrir því að hagræða í rekstri Akureyrarbæjar um 370 milljónir króna á næsta ári. Til þess að ná fram þeirri hagræðingu telur bæjarstjórn eðlilegt að undirstrika að taka þarf erfiðar ákvarðanir og að einhverju marki verður dregið úr þjónustu við bæjarbúa sem eðlilegt er að verði umdeilt í samfélaginu.“ Tilkynningu bæjarstjórnar má lesa í heild sinni hér. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu bæjarstjórnar vegna frumvarps um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Fyrri umræða um frumvarpið fór fram í bæjarstjórn síðustu viku en seinni umræðan fer fram þann 15. desember. Íbúum er jafnframt boðið á rafrænan kynningarfund um efni frumvarpsins þann 7. desember næstkomandi. Í tilkynningunni er vísað í samstarfssáttmála bæjarstjórnarinnar, sem mynduð er af fulltrúum allra flokka sem náðu kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar segir að framtíðarsýn bæjarins sé sú að rekstur hans verði sjálfbær auk þess sem að leggja skuli áherslu á framúrskarandi skóla, lífsgæði og góða þjónustu, auk annarra þátta. Vilja auka tekjur og draga úr kostnaði Þar segir einnig að það sé áskorun að stíga „markviss skref í átt að sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins“, samhliða því að horft sé til framtíðarsýnar bæjarstjórnarinnar. Auka þurfi tekjur og draga úr kostnaði. Stefnt er að sjálfbærni í rekstri Akureyrarbæjar.Vísir/Tryggvi „Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2022 er neikvæð um 672 m.kr í samstæðunni allri en gert er ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða A-hluta verði neikvæð um ríflega 1,1 milljarð króna. Til þess að ná markmiði um sjálfbæran rekstur má með töluverðri einföldun segja að rekstrarniðurstaða A-hluta verði að vera jákvæð. Til þess að sá árangur náist þarf bæði að horfa til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði,“ segir í tilkynningunni. Gagnrýna ríkið Í tilkynningunni er ýmislegt nefnt til sögunnar til að skýra fjárhagsstöðu bæjarins. Kjarasamningar, áætluð hækkun lífeyrisskuldbindinga og þá ákvörðun bæjarstjórnar að taka á móti börnum í leikskóla allt niður í tólf mánaða aldur. Þá segir bæjarstjórnin einnig að ríkið eigi sinn þátt í stöðunni. „Þá verður ekki framhjá því litið að ákvarðanir ríkisvaldsins hafa oft og tíðum veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Sem dæmi má nefna vanfjármögnun ríkisins við yfirfærslu á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Leiða má að því líkum að á þriðja hundrað milljónir króna vanti frá ríkinu til Akureyrarbæjar vegna verkefnisins á árinu 2022. Má því í raun segja að ríkið hafi sett fram niðurskurðarkröfu á sveitarfélagið sem því nemur. Þess utan eru of oft sett ný lög sem auka kröfur í lögbundnum málaflokkum sveitarfélaga sem hækka rekstrarkostnað, án þess að lögin hafi verið kostnaðarmetin eða rætt um hvernig eigi að skipta fjármögnun á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta telur bæjarstjórn óviðunandi.“ Reikna með að þurfa að skerða þjónustu Í tengslum við vinnu bæjarstjórnar við frumvarpið hafa verið sagðar fréttir af því að mögulega standi til að loka Glerárlaug, annarri af tveimur sundlaugum bæjarins. Eru sumir bæjarbúar mótfallnir því. Bæjarstjórnin reiknar með að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.Vísir/Tryggvi Í tilkynningu bæjarstjórnarinnar segir að ljóst sé að dregið verði úr þjónustu við bæjarbúa að einhverju marki, svo ná megi fram þeirri hagræðingu sem stefnt er að, 370 milljónum króna. „Sú vinna sem fram fer í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun á milli umræðna snýst fyrst og fremst um að rýna betur þær hagræðingartillögur sem fram hafa komið frá nefndum og sviðsstjórum, en miðað við forsendur fjárhagsáætlunar í fyrri umræðu í bæjarstjórn er gert ráð fyrir því að hagræða í rekstri Akureyrarbæjar um 370 milljónir króna á næsta ári. Til þess að ná fram þeirri hagræðingu telur bæjarstjórn eðlilegt að undirstrika að taka þarf erfiðar ákvarðanir og að einhverju marki verður dregið úr þjónustu við bæjarbúa sem eðlilegt er að verði umdeilt í samfélaginu.“ Tilkynningu bæjarstjórnar má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent