Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 10:18 Mohamed bin Hamad Al-Thani, formaður umsóknarnefndar Katar (t.v.) og Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, emír Katars, (t.h.) með Jerome Valcke, þáverandi aðalritara FIFA þegar tilkynnt var að Katar fengið HM 2022 árið 2010. AP/Anja Neidringhaus Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af. Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira