Um kvöldið bætir í vind, verður vaxandi norðanátt og fer að snjóa um landið norðanvert. Má reikna með hvassviðri eða stormi og hríð í nótt, en úrkomulitlu veðri sunnan heiða.
„Minnkandi norðanátt á morgun og él á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Frost 0 til 8 stig.
Snýst í suðvestan 5-13 annað kvöld með éljum vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðan 15-23 m/s um morguninn og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan heiða. Dregur síðan úr vindi og styttir upp, en hvöss norðvestanátt á A-landi fram eftir degi. Frost 0 til 8 stig. Snýst í suðvestan 5-13 um kvöldið með éljum V-lands.
Á fimmtudag: Vestlæg eða breytileg átt 8-15 og víða rigning eða snjókoma, hiti 0 til 6 stig. Norðan 13-20 og él um kvöldið, en styttir upp S-lands. Kólnandi veður.
Á föstudag: Minnkandi norðanátt. Víða léttskýjað á S- og V-landi, en él N- og A-lands fram eftir degi. Frost 2 til 10 stig.
Á laugardag: Suðvestlæg átt og dálítil snjókoma með köflum. Frost 0 til 8 stig, en hlánar við SV- og V-ströndina.
Á sunnudag: Breytileg átt og smávæta, en lítilsháttar snjókoma og vægt frost á N- og A-landi.
Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum, en rigning eða slydda S-lands.