Flösku aftur grýtt í Payet og óöldin lengist í frönskum fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 11:00 Dimitri Payet fékk flösku í hausinn í Lyon í gærkvöld. Skjáskot Ólæti áhorfenda halda áfram að varpa skugga á leiktíðina í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Í gær varð að blása af leik Lyon og Marseille eftir að flösku var kastað í höfuð Dimitri Payet á fimmtu mínútu leiksins. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria. Franski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Danska“ félagið í MLS sigraði ríkjandi meistara í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria.
Franski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Danska“ félagið í MLS sigraði ríkjandi meistara í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira