Öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavöru hefur verið lokað og þurfa allir að vinna heimanfrá sér nema þeir sem enga möguleika hafa á því.
Fleiri ríki hafa hert á reglum sínum og til átaka hefur komið á götum úti á nokkrum stöðum eins og í Hollandi og í Belgíu.
Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu, hvetur ríki til að herða tökin í aðgerðunum og varar hann við því að ef ekkert verði að gert gætu 500 þúsund manns til viðbótar dáið af völdum Covid-19 áður en vorið gengur í garð.
Austurríkismenn hafa síðan gengið skrefi lengra og gert bólusetningar að skyldu í landinu frá næstu áramótum.
Viðlíka aðgerðir eru nú til umræðu á þýska þinginu þar sem faraldurinn er í mikilli uppsveiflu og gjörgæsludeildur eru fullar en þar greinast nú fleiri smitaðir á hverjum degi heldur en nokkru sinni frá upphafi faraldurs.