Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 12:15 Ragna Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem hvetur fólk til að mæta á bílabingóið klukkan tvö á eftir og styrkja þar með gott málefni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira