Sambandslausir þjónar þjóðarinnar Flosi Eiríksson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar