Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Kim Kardashian West borgaði flug fyrir afganskt fótboltalið og fjölskyldur þeirra til Bretlands. getty/Gotham/Gotham Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana. Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu. Fótbolti Afganistan Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu.
Fótbolti Afganistan Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira