Þegar ég verð stór mun ég fá miklu hærri laun en þú! Tinna Hallbergsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 10:31 „Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun