Fullkomin frammistaða Giannis og sólirnar frá Phoenix skína skært Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 08:00 Giannis Antetokounmpo héldu engin bönd gegn Los Angeles Lakers. getty/Stacy Revere Giannis Antetokounmpo skoraði 47 stig þegar Milwaukee Bucks sigraði Los Angeles Lakers, 109-102, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Mikil meiðsli hafa hrjáð Milwaukee í upphafi tímabils og meistararnir hafa farið illa af stað. En í nótt sýndu þeir styrk sinn, þá sérstaklega Antetokounmpo. Hann skoraði 47 stig og hitti úr átján af 23 skotum sínum utan af velli. Giannis becomes the 5th player in the last 20 seasons to score 45+ points on 75% shooting from the field and 75% shooting from deep! #NBA75@Giannis_An34: 47 PTS, 18-23 FGM, 3-4 3PM pic.twitter.com/NOcMJVcGfn— NBA (@NBA) November 18, 2021 Talen Horton-Tucker skoraði 25 stig fyrir Lakers sem er enn án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook skoraði nítján stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Phoenix Suns vann tíunda leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Dallas Mavericks, 105-98, á heimavelli. Devin Booker skoraði 24 stig fyrir Phoenix og DeAndre Ayton nítján auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Golden State Warriors. Book, Ayton and CP3 lead the @Suns to 10 STRAIGHT WINS!@DevinBook: 24 points, 9 rebounds@DeandreAyton: 19 points, 13 rebounds@CP3: 14 assists pic.twitter.com/VJumI5tFJp— NBA (@NBA) November 18, 2021 Charlotte Hornets vann spútniklið tímabilsins til þessa, Washington Wizards, 97-87 á heimavelli. Býflugurnar eru þekktar fyrir að spila skemmtilegan sóknarleik en að þessu sinni skilaði varnarleikurinn sigrinum. Terry Rozier skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Miles Bridges sautján. LaMelo Ball skoraði ellefu stig og gaf fjórtán stoðsendingar. Charlotte hefur unnið fjóra leiki í röð. Career-high 1 4 assists for @MELOD1P in the @hornets win! pic.twitter.com/vIDxbIcmzb— NBA (@NBA) November 18, 2021 Úrslitin í nótt Milwaukee 109-102 LA Lakers Phoenix 105-98 Dallas Charlotte 97-87 Washington Detroit 97-89 Indiana Atlanta 110-99 Boston Brooklyn 109-99 Cleveland Miami 113-98 New Orleans NY Knicks 98-104 Orlando Minnesota 107-97 Sacramento Oklahoma 101-89 Houston Portland 112-107 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Mikil meiðsli hafa hrjáð Milwaukee í upphafi tímabils og meistararnir hafa farið illa af stað. En í nótt sýndu þeir styrk sinn, þá sérstaklega Antetokounmpo. Hann skoraði 47 stig og hitti úr átján af 23 skotum sínum utan af velli. Giannis becomes the 5th player in the last 20 seasons to score 45+ points on 75% shooting from the field and 75% shooting from deep! #NBA75@Giannis_An34: 47 PTS, 18-23 FGM, 3-4 3PM pic.twitter.com/NOcMJVcGfn— NBA (@NBA) November 18, 2021 Talen Horton-Tucker skoraði 25 stig fyrir Lakers sem er enn án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook skoraði nítján stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Phoenix Suns vann tíunda leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Dallas Mavericks, 105-98, á heimavelli. Devin Booker skoraði 24 stig fyrir Phoenix og DeAndre Ayton nítján auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Golden State Warriors. Book, Ayton and CP3 lead the @Suns to 10 STRAIGHT WINS!@DevinBook: 24 points, 9 rebounds@DeandreAyton: 19 points, 13 rebounds@CP3: 14 assists pic.twitter.com/VJumI5tFJp— NBA (@NBA) November 18, 2021 Charlotte Hornets vann spútniklið tímabilsins til þessa, Washington Wizards, 97-87 á heimavelli. Býflugurnar eru þekktar fyrir að spila skemmtilegan sóknarleik en að þessu sinni skilaði varnarleikurinn sigrinum. Terry Rozier skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Miles Bridges sautján. LaMelo Ball skoraði ellefu stig og gaf fjórtán stoðsendingar. Charlotte hefur unnið fjóra leiki í röð. Career-high 1 4 assists for @MELOD1P in the @hornets win! pic.twitter.com/vIDxbIcmzb— NBA (@NBA) November 18, 2021 Úrslitin í nótt Milwaukee 109-102 LA Lakers Phoenix 105-98 Dallas Charlotte 97-87 Washington Detroit 97-89 Indiana Atlanta 110-99 Boston Brooklyn 109-99 Cleveland Miami 113-98 New Orleans NY Knicks 98-104 Orlando Minnesota 107-97 Sacramento Oklahoma 101-89 Houston Portland 112-107 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Milwaukee 109-102 LA Lakers Phoenix 105-98 Dallas Charlotte 97-87 Washington Detroit 97-89 Indiana Atlanta 110-99 Boston Brooklyn 109-99 Cleveland Miami 113-98 New Orleans NY Knicks 98-104 Orlando Minnesota 107-97 Sacramento Oklahoma 101-89 Houston Portland 112-107 Chicago
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira