Ármann siglir upp í fjórða sæti Snorri Rafn Hallsson skrifar 17. nóvember 2021 15:30 Eftir vikuhlé frá Vodafonedeildinni mættust lið Ármanns og Fylkis í æsispennandi viðureign í gærkvöldi. Bæði lið mættu hungruð til leiks enda skiptir hvert einasta stig máli á þessum tímapunkti í deildinni þegar liðin fara að skiljast að. Ármann stillti upp sínu hefðbundna liði sem átt hefur í basli eftir brotthvarf Pallab0nda og sú breyting varð á liði Fylkis að Vikki kom í stað Zerqs á vappanum. Liðin mættust í Nuke kortinu sem verður sífellt vinsælla hér á landi eftir að ekki er lengur í boði að spila Train og hafði Ármann betur í hnífalotunni. Leikurinn fór af stað með miklum látum þar sem Ofvirkur og Hundzi áttu veigamikinn þátt í því að koma Ármanni í 5-0 forskot. Fylkismenn voru í basli með að hitta skotum sínum á meðan Ármann setti mikla pressu á andstæðingana og valtaði yfir þá. En skjótt skipast veður í lofti og eftir stutt leikhlé fóru Fylkismenn að sýna sínar betri hliðar. Pat og K-dot komust í gang og Fylkir vann 7 lotur í röð. Ármann náði þá örlítið að klóra í bakkann og senda Fylki í spar og í lotunni þar á eftir felldi Vargur alla liðsmenn Fylkis á einu bretti. Það var því ekki allt blóð úr æðum þeirra runnið og staðan eins jöfn og hugsast getur í hálfleik. Staða í hálfleik: Ármann 7 - 8 Fylkir Fylkismenn hófu síðari hálfleik af krafti og bættu stöðu sína örlítið með því að loka algjörlega á sóknir Ármanns. Þá þéttu leikmenn Ármanns raðir sínar eins og þeir eiga það til að gera þegar þeim er stillt upp við vegg. Urðu þeir því mun skipulagðari í sókninni og sýndu engin óttamerki í beittum aðgerðum sem komu þeim að lokum yfir. Fylkir náði aðeins að klóra í bakkann en enn og aftur sýnir Fylkir að liðið hefur ekki það sem þarf til að loka leikjum. Þrátt fyrir að sigra margar lotur og leika vel þá vantar alltaf herslumuninn. Sigur Ármanns var því staðreynd. Lokastaða: Ármann 16 - 14 Fylkir Ármann situr í fjórða sæti deildarinnar með sex stig og leikur næst gegn XY á föstudaginn í næstu viku. Fylkismenn eru í sjöunda sæti með tvö stig og mætir Sögu næsta þriðjudag. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Eftir vikuhlé frá Vodafonedeildinni mættust lið Ármanns og Fylkis í æsispennandi viðureign í gærkvöldi. Bæði lið mættu hungruð til leiks enda skiptir hvert einasta stig máli á þessum tímapunkti í deildinni þegar liðin fara að skiljast að. Ármann stillti upp sínu hefðbundna liði sem átt hefur í basli eftir brotthvarf Pallab0nda og sú breyting varð á liði Fylkis að Vikki kom í stað Zerqs á vappanum. Liðin mættust í Nuke kortinu sem verður sífellt vinsælla hér á landi eftir að ekki er lengur í boði að spila Train og hafði Ármann betur í hnífalotunni. Leikurinn fór af stað með miklum látum þar sem Ofvirkur og Hundzi áttu veigamikinn þátt í því að koma Ármanni í 5-0 forskot. Fylkismenn voru í basli með að hitta skotum sínum á meðan Ármann setti mikla pressu á andstæðingana og valtaði yfir þá. En skjótt skipast veður í lofti og eftir stutt leikhlé fóru Fylkismenn að sýna sínar betri hliðar. Pat og K-dot komust í gang og Fylkir vann 7 lotur í röð. Ármann náði þá örlítið að klóra í bakkann og senda Fylki í spar og í lotunni þar á eftir felldi Vargur alla liðsmenn Fylkis á einu bretti. Það var því ekki allt blóð úr æðum þeirra runnið og staðan eins jöfn og hugsast getur í hálfleik. Staða í hálfleik: Ármann 7 - 8 Fylkir Fylkismenn hófu síðari hálfleik af krafti og bættu stöðu sína örlítið með því að loka algjörlega á sóknir Ármanns. Þá þéttu leikmenn Ármanns raðir sínar eins og þeir eiga það til að gera þegar þeim er stillt upp við vegg. Urðu þeir því mun skipulagðari í sókninni og sýndu engin óttamerki í beittum aðgerðum sem komu þeim að lokum yfir. Fylkir náði aðeins að klóra í bakkann en enn og aftur sýnir Fylkir að liðið hefur ekki það sem þarf til að loka leikjum. Þrátt fyrir að sigra margar lotur og leika vel þá vantar alltaf herslumuninn. Sigur Ármanns var því staðreynd. Lokastaða: Ármann 16 - 14 Fylkir Ármann situr í fjórða sæti deildarinnar með sex stig og leikur næst gegn XY á föstudaginn í næstu viku. Fylkismenn eru í sjöunda sæti með tvö stig og mætir Sögu næsta þriðjudag. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti