Hef bara þurft að læra að lifa með þessu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Friðrik Ómar verður reglulega fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar. vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri. Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri.
Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira