Seinni bylgjan: Þarf Stjarnan að reka Rakel Dögg til að breyta hlutunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir er eina konan sem þjálfar í Olís deild kvenna í handbolta í ár. Vísir/Vilhelm Kvennalið Stjörnunnar og framtíð þjálfara liðsins var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir enn eitt tap Stjörnukvenna í Olís deild kvenna um helgina. Stjörnuliðið steinlá þá með níu mörkum á móti Haukum en Garðabæjarliðið hefur aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og er í sjötta sæti deildarinnar. Stjörnusigrarnir tveir voru naumir sigrar á liðunum fyrir neðan liðið í töflunni, ÍBV og Aftureldingu. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína í þættinum, þær Solveigu Láru Kjærnested og Sigurlaugu Rúnarsdóttur, til að ræða stöðu Stjörnuliðsins og þá einkum stöðu þjálfarans Rakelar Daggar Bragadóttur. Ekki bara Helena Helena Rut Örvarsdóttir var gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í vetur en þær voru líka sammála um að þetta sé ekki bara einn leikmaður. Helena Rut Örvarsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að við getum tekið Evu Björk (Davíðsdóttur) út sem er búin að spila á pari og stundum yfir. Aðrir, heilt yfir, eru langt undir pari og það er ekki bara Helena. Það voru miklar væntingar til Lenu Margrétar (Valdimarsdóttur) og mér finnst hún ekki alveg hafa staðið undir því. Hún hefur ekki verið eins agressíf og maður hefði viljað sjá hana,“ sagði Solveig Lára Kjærnested. Solveig Lára lék í Stjörnunni til og með síðasta tímabili og í stöðu Lenu Margrétar Valdimarsdóttur sem fékk það veigamikla hlutverk að fylla í skarð Solveigar Láru. „Svo erum þetta fleiri leikmenn. Ég hefði viljað séð Kötlu (Maríu Magnúsdóttur) koma sterkari inn og hornamennirnir þeirra geta gert mun betur. Markvarslan hefur verið allt í lagi,“ sagði Solveig Lára. Stelpurnar vöktu líka athygli á því að Stjarnan var ekki einu sinni með fulla skýrslu í leiknum á móti Haukum. Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnuliðsins í vetur „Solla, hvað er í gangi hjá þínum konum,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir. „Ég veit ekki af hverju þær eru allt í einu ekki með nóg af leikmönnum. Eru ekki yngri leikmenn í félaginu,“ spurði Solveig Lára. Það er allt sem er ekki í lagi „Það er allt sem er ekki í lagi. Þú getur bara orðað það þannig,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Allir þættir sem þú horfir í. Það er bara ekkert sem þú getur sagt: Þetta er að minnsta kosti flott,“ sagði Solveig Lára. „Allir sem hafa spilað handbolta hafa lent í svona krísu. Við höfum öll lent í svona holu. Í leiknum er verið að skipta um taktík, skipta um leikmenn og það er verið að prófa hluti en það bara gengur ekkert upp. Allir sem hafa spilað lengur en í nokkur tímabil hafa lent í þessu,“ sagði Sigurlaug. Mælir með einhverju hópefli „Þetta snýst endilega ekki um handbolta. Ég myndi mæla með því að þær færu í eitthvert hópefli í dag, hafa ógeðslega gaman, hlæja og gleyma því að þær séu að spila handbolta. Reyna að finna ánægjuna að spila handbolta. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta, þjálfarateymið kann þetta upp á tíu og það er verið að reyna að gera eitthvað en það bara gengur ekkert upp hjá þeim,“ sagði Sigurlaug. Það hefur lítið gengið upp hjá Stjörnunni.Vísir/Hulda Margrét Svava Kristín tók boltann á lofti og vildi tala um þjálfarateymi Stjörnunnar þau Rakel Dögg Bragadóttur og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. „Við vitum alveg að þau kunna handbolta. Er ekki komin smá spurning um það hvort að þau séu rétta þjálfararteymið fyrir þennan vel mannaða hóp,“ spurði Svava. „Þessi hugsun hlýtur að hafa komið upp í kollinn á einhverjum í Garðabænum. Það er kannski ekki hægt að skella þessu á þau að það séu þau sem séu vandamálið. Það er samt eitthvað sem er ekki að spila saman og eitthvað sem er ekki að klikka,“ sagði Solveig Lára. „Þau bera samt ábyrgð á þessu. Eðlilega, ef að það verði ekki einhverja breytingar þá hljóta menn að fara að hugsa meira og meira um þetta,“ sagði Sigurlaug. Stjörnuliðið þarf að finna taktinn og gleðina á ný.Vísir/Hulda Margrét „Í öllum íþróttum sjáum við það gerast ef ekkert gengur hjá liðinu og það er búið að reyna taktík breytingar og hitt og þetta. Þá sjáum við þjálfarann fara og það sé hrist upp í því með að fá nýjan þjálfara,“ sagði Svava Kristín. „Ég get ekki séð annað, nema að formaðurinn sé maðurinn hennar, hvernig við ættum að sjá eitthvað annað gerast þarna en að fá nýjan þjálfara inn í þetta,“ sagði Svava. Þær tóku þó síðan fram að formaður handknattleiksdeildar er ekki maðurinn hennar Rakelar. Hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn „Auðvitað tekur hún ábyrgð sjálf og ég veit alveg að hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn. Ég get lofað ykkur því að þetta leggst alveg á hana. Þessi hugsun er örugglega búin að skjótast upp í kollinn á henni líka hvort hún sé manneskjan til að rétta þetta af. Það verður forvitinlegt að sjá hvort eitthvað verði gert,“ sagði Solveig Lára. „Við viljum samt alls ekki missa hana, eini kvenkyns þjálfarinn í deildinni,“ sagði Sigurlaug en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Stjörnuliðið steinlá þá með níu mörkum á móti Haukum en Garðabæjarliðið hefur aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og er í sjötta sæti deildarinnar. Stjörnusigrarnir tveir voru naumir sigrar á liðunum fyrir neðan liðið í töflunni, ÍBV og Aftureldingu. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína í þættinum, þær Solveigu Láru Kjærnested og Sigurlaugu Rúnarsdóttur, til að ræða stöðu Stjörnuliðsins og þá einkum stöðu þjálfarans Rakelar Daggar Bragadóttur. Ekki bara Helena Helena Rut Örvarsdóttir var gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í vetur en þær voru líka sammála um að þetta sé ekki bara einn leikmaður. Helena Rut Örvarsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að við getum tekið Evu Björk (Davíðsdóttur) út sem er búin að spila á pari og stundum yfir. Aðrir, heilt yfir, eru langt undir pari og það er ekki bara Helena. Það voru miklar væntingar til Lenu Margrétar (Valdimarsdóttur) og mér finnst hún ekki alveg hafa staðið undir því. Hún hefur ekki verið eins agressíf og maður hefði viljað sjá hana,“ sagði Solveig Lára Kjærnested. Solveig Lára lék í Stjörnunni til og með síðasta tímabili og í stöðu Lenu Margrétar Valdimarsdóttur sem fékk það veigamikla hlutverk að fylla í skarð Solveigar Láru. „Svo erum þetta fleiri leikmenn. Ég hefði viljað séð Kötlu (Maríu Magnúsdóttur) koma sterkari inn og hornamennirnir þeirra geta gert mun betur. Markvarslan hefur verið allt í lagi,“ sagði Solveig Lára. Stelpurnar vöktu líka athygli á því að Stjarnan var ekki einu sinni með fulla skýrslu í leiknum á móti Haukum. Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnuliðsins í vetur „Solla, hvað er í gangi hjá þínum konum,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir. „Ég veit ekki af hverju þær eru allt í einu ekki með nóg af leikmönnum. Eru ekki yngri leikmenn í félaginu,“ spurði Solveig Lára. Það er allt sem er ekki í lagi „Það er allt sem er ekki í lagi. Þú getur bara orðað það þannig,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Allir þættir sem þú horfir í. Það er bara ekkert sem þú getur sagt: Þetta er að minnsta kosti flott,“ sagði Solveig Lára. „Allir sem hafa spilað handbolta hafa lent í svona krísu. Við höfum öll lent í svona holu. Í leiknum er verið að skipta um taktík, skipta um leikmenn og það er verið að prófa hluti en það bara gengur ekkert upp. Allir sem hafa spilað lengur en í nokkur tímabil hafa lent í þessu,“ sagði Sigurlaug. Mælir með einhverju hópefli „Þetta snýst endilega ekki um handbolta. Ég myndi mæla með því að þær færu í eitthvert hópefli í dag, hafa ógeðslega gaman, hlæja og gleyma því að þær séu að spila handbolta. Reyna að finna ánægjuna að spila handbolta. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta, þjálfarateymið kann þetta upp á tíu og það er verið að reyna að gera eitthvað en það bara gengur ekkert upp hjá þeim,“ sagði Sigurlaug. Það hefur lítið gengið upp hjá Stjörnunni.Vísir/Hulda Margrét Svava Kristín tók boltann á lofti og vildi tala um þjálfarateymi Stjörnunnar þau Rakel Dögg Bragadóttur og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. „Við vitum alveg að þau kunna handbolta. Er ekki komin smá spurning um það hvort að þau séu rétta þjálfararteymið fyrir þennan vel mannaða hóp,“ spurði Svava. „Þessi hugsun hlýtur að hafa komið upp í kollinn á einhverjum í Garðabænum. Það er kannski ekki hægt að skella þessu á þau að það séu þau sem séu vandamálið. Það er samt eitthvað sem er ekki að spila saman og eitthvað sem er ekki að klikka,“ sagði Solveig Lára. „Þau bera samt ábyrgð á þessu. Eðlilega, ef að það verði ekki einhverja breytingar þá hljóta menn að fara að hugsa meira og meira um þetta,“ sagði Sigurlaug. Stjörnuliðið þarf að finna taktinn og gleðina á ný.Vísir/Hulda Margrét „Í öllum íþróttum sjáum við það gerast ef ekkert gengur hjá liðinu og það er búið að reyna taktík breytingar og hitt og þetta. Þá sjáum við þjálfarann fara og það sé hrist upp í því með að fá nýjan þjálfara,“ sagði Svava Kristín. „Ég get ekki séð annað, nema að formaðurinn sé maðurinn hennar, hvernig við ættum að sjá eitthvað annað gerast þarna en að fá nýjan þjálfara inn í þetta,“ sagði Svava. Þær tóku þó síðan fram að formaður handknattleiksdeildar er ekki maðurinn hennar Rakelar. Hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn „Auðvitað tekur hún ábyrgð sjálf og ég veit alveg að hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn. Ég get lofað ykkur því að þetta leggst alveg á hana. Þessi hugsun er örugglega búin að skjótast upp í kollinn á henni líka hvort hún sé manneskjan til að rétta þetta af. Það verður forvitinlegt að sjá hvort eitthvað verði gert,“ sagði Solveig Lára. „Við viljum samt alls ekki missa hana, eini kvenkyns þjálfarinn í deildinni,“ sagði Sigurlaug en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira