„Guðný er ekki sú eina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2021 06:57 Kristinn var tíður gestur á heimili Margrétar þegar hún bjó á Akranesi sem barn. „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“ Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“ Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“
Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira